Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 26
24
ÚR VAL
hættir að virða bannhelgina,
sem er hemill á kynhvötina,
losnar um hina niðurbældu of-
beldishnéigð. Hann fær kjark
til að skamma fólk.
Gagngerasta ráðið til að losna
við andstæðing er að myrða
hann. En það getum við ekki
— nema í draumi, en slíkir
draumar eru algengir. Kunningi
minn, sem árum saman hefur
verið þunglyndur vegna mikilla
og margvíslegra örðugleika, sem
að honum hafa steðjað, dreymir
eina nótt, að dr. X sé dáinn.
Það varð brátt um hann, og
hljótt um andlátið. Svo vaknaði
kunningi minn, og svo undarlega
brá við, að það var eins og fargi
væri létt af honum. Nú var dr.
X sá maður, sem hann taldi
eiga alla sök á erfiðleikum sín-
um — tillitslaus keppinautur,
sem alls staðar var fyrir hon-
um. Draumurinn sýnir á tvenn-
an hátt, að afstaðan til óvin-
arins hefur breytzt: keppinaut-
urinn deyr snögglega og það
er ekkert veður gert út af and-
láti hans.
Unga menn eða fullorðna, sem
eru óeðlilega bundnir foreldrum
sínum, dreymir oft vonda
drauma. Og alltaf snúast draum-
arnir um dauða foreldranna.
Draumurinn er oftast berorð-
ur og afdráttarlaus í máli sínu.
Þessvegna þurfa ekki draumar
um morð og dráp alltaf að tákna
niðurbælda drápslöngun.
En það er einnig hægt að losa
sig undan andlegu fargi með
því að gera lítið úr eða hugsá
niðrandi um þann sem okkur
finnst að eigi sök á erfiðleik-
um okkar. Slíkt er algengt í dag-
legu lífi. Þeir sem skara fram
úr eða verða frægir, komast
sjaldan hjá því, að öfundsjúkir
samborgarar geri sér far um að
leita að göllum í fari þeirra og
gallarnir þá gjarnan stækkaðir.
Svipað á sér stað í draumum,
en þar er miklu dýpra tekið í.
árinni.
Ungur, efnilegur háskólastú-
dent var trúlofaður stúlku, sem
hann sveik á mjög ódrengileg-
an hátt. Eftir á dreymdi stúlk-
una þrjá drauma: „Ég sé í blöð-
unum, að Axel hefur ekki feng-
ið stöðuna, sem hann gerði sér
vonir um.“ „Vinkona mín segir
mér, að Axel hafi verið lagður
inn á taugasjúkdómadeild.“ ,,Ég
geng upp stigann í húsinu þar
sem ég leigi og sé aftan á mann,
sem er að þvo stigann, og upp-
götva mér til undrunar, að það
er Axel.“
Dýpra getur háskólaborgari
ekki sokkið: frá því að eiga
von á góðri stöðu niður í þvotta-
karl! Við þetta missti hið ólán-
sama ástarævintýri tökin á
huga stúlkunnar og tilfinninga-
lífi.
Önnur tegund drauma segir
frá því, að sálarlífið vinni að
því að græða sár sín með því
að bægja burtu óþægilegum
hugmyndum eða örlagaríkum
freistingum. Ógifta konu, hálf-
fertuga, sem býr yfir ófull-