Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 107
FJÖRUTÍU DAGAR OG FJÖRUTlU NÆTUR
105
að ef við tækjum ekki öll þessi
dýr með okkur, þá nægði okkur
miklu minni örk, og' þá mundi
líka skógurinn okkar nægja.“
Nói kinkaði kolli.
,,Og þú, Kerin. Viltu leggja
eitthvað til málanna?“
Kerin var ljóshærð, hár henn-
ar hékk í tveim fléttum niður
herðarnar. Hún var falleg kona.
Fegurð hennar var ekki hættu-
leg og æsandi eins og fegurð
hinnar dÖkkhærðu og ástríðu-
fullu Ayeshu. Hún vissi vel að
hún var falleg, og hún vissi líka
hvað hún vildi.
„Þegar allt kemur til alls,
verðum við að treysta skynsemi
okkar, tilfinningu og samvizku,“
sagði hún. Ef það er vilji Drott-
ins, að allt kvikt á jörðinni far-
izt, þá getum við hvorki aðstoð-
að hann né hindrað áform hans.
En ef hann gefur okkur tæki-
færi til að bjargast, þá verðum
við að beita allri orku okkar til
þess, og ekki aðeins orku okkar,
heldur líka skynsemi. Auðvitað
getur skynsemin blekkt, en við
höfum þá að minnsta kosti gert
það sem í okkar valdi stendur.
En ekkert sem við gerum eða
látum ógert getur auðvitað
breytt áformum hans.“
Þau eru öll á móti mér, sagði
Nói við sjálfan sig. Öll sömul!
,,Má ég bæta ofurlitlu við?“
„Hvað er það, Hanna?“
„Ég held að það sé bezt að
bíða þangað til þig hefur dreymt
nýjan draum, sem skýri þetta
allt saman betur.“
Og Hanna líka!
„Ég get ekki látið mig
dreyma þegar mér sýnist,
Hanna. Jahve lætur ekki skipa
sér fyrir verkum.“
„Nei, en ég hef tekið eftir því
að þig dreymir betur þegar þú
hefur borðað Líbanonshunang á
kvöldin. Kerin mín, það er á
efstu hillunni í búrinu. Viltu
vera svo góð — þakka þér fyrir.
Aðeins eina skeið, Nói.“
Loks fór fyrir Nóa eins og
farið hefði fyrir öllum öðrum,
hann féllst á málamiðlun. En
þó ekki fyrr en hann hafði feng-
ið samþykki hins æðsta: strax
og hann var háttaður, sagði
hann Jahve frá áhyggjum sín-
um. Svo ræddi hann málið við
Hönnu, þangað til þau sofnuðu,
og morgunin eftir tók hann á-
kvörðun sína.
„Hvað dýrin snertir,“ sagði
hann við morgunverðarborðið,
„þá hef ég fengið nákvæmari
fyrirmæli. Vizka Drottins er svo
óumræðanleg, að dauðlegir
menn geta alls ekki skilið hana,
og þegar við setjum okkur ó-
fullkomnu vizku í staðinn fyrir
þá guðdómlegu, þá geta okkur
orðið á hræðileg mistök.“
Hann þagnaði stundarkorn,
og þegar enginn sagði neitt, hélt
hann áfram:
„Eins og þið hefðuð átt að
vita frá upphafi, þá átti ég
auðvitað aðeins við húsdýrin. Ef
það er vilji Drottins að uppræta