Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 71
EIGA ÞAU AÐ NJÓTA HOLDLEGS FRELSIS ?
69
Til hvers vissi ég ekki. Ég var
knúinn til þess af einhverri ó-
ljósri hugsun, sem magnaðist æ
meira innra með mér: ég varð
að binda enda á þessar vítis-
kvalir nú í nótt.
Ég kveikti á lampanum á
náttborðinu, staðnæmdist við
rúm Margaretu og virti hana
) fyrir mér. Hún hvíldi vangann
á koddanum þannig að tognaði
á hálsinum öðrum megin og ég
sá hvernig slagæðin lyftist og
v hneig undir húðinni. Ég stundi
hátt undan þeirri skelfilegu
martröð, sem hið rangsnúna
ímyndunarafl mitt hafði fram-
kallað. Þarna, í þetta hvíta,
mjúka hörund, höfðu aðrir
menn, fullir ástríðu, sökkt vör-
um sínum, menn sem konan mín,
hafði vafið ástheitum örmum.
Munnurinn þarna hafði fyrst
kysst og síðan hjalað ástarorð
í ókunnug eyru. Kannski hlegið
líka — hlegið að trúgirni minni.
Hafi þær ekki hlegið fyrr,
myndu þær hlæja núna — að
eiginmanninum, sem ekki var
lengur karlmaður . . .
Það mátti ekki ske! Ekkert
af þessu máttu nokkurn tíma
ske framar . . .
Ég þakka guði fyrir það sem
síðan gerðist. Margareta hlýtur
að hafa fundið á sér, að ein-
hver stóð álútur yfir henni.
Hún opnaði hægt augun, teygði
handleggina á móti mér og hvísl-
aði: „Komdu, elsku Gunnar
minn.“
Þá var eins og brysti stífla
innra með mér. Grátandi eins
og barn hneig ég niður í fang
hennar. Með höfuðið grafið í
brjóst hennar sagði ég henni allt
af létta . . .
Þegar ég loks þagnaði, tók
Margareta til máls. Mér fannst
eins og orð hennar væru vængj-
uð. Það voru engar ásaltanir í
því sem hún sagði, aðeins hugg-
un, ástúð og óumræðileg ást . . .
AÐ eru fimm ár síðan þetta
var. Á þeim tíma hefur Mar-
gareta dregið mig, með þeim
mætti sem ástfanginni konu er
gefinn, upp úr niðurlægingu
minni. Enn getur að vísu sviðið
í gömul sár — eins og í lestinni
í kvöld — en ég veit að mér er
borgið . . .
Þegar ungi maðurinn í lest-
inni sagði, að þau hjónin hefðu
gefið hvort öðru holdlegt frelsi
í hjónabandinu, stirnaði brosið
innra með mér. Ég vona, að mér
hafi tekizt að gera þeim ljóst,
sem hugsa eins og hann, hvers-
vegna bros mitt stirðnaði . . .