Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 71

Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 71
EIGA ÞAU AÐ NJÓTA HOLDLEGS FRELSIS ? 69 Til hvers vissi ég ekki. Ég var knúinn til þess af einhverri ó- ljósri hugsun, sem magnaðist æ meira innra með mér: ég varð að binda enda á þessar vítis- kvalir nú í nótt. Ég kveikti á lampanum á náttborðinu, staðnæmdist við rúm Margaretu og virti hana ) fyrir mér. Hún hvíldi vangann á koddanum þannig að tognaði á hálsinum öðrum megin og ég sá hvernig slagæðin lyftist og v hneig undir húðinni. Ég stundi hátt undan þeirri skelfilegu martröð, sem hið rangsnúna ímyndunarafl mitt hafði fram- kallað. Þarna, í þetta hvíta, mjúka hörund, höfðu aðrir menn, fullir ástríðu, sökkt vör- um sínum, menn sem konan mín, hafði vafið ástheitum örmum. Munnurinn þarna hafði fyrst kysst og síðan hjalað ástarorð í ókunnug eyru. Kannski hlegið líka — hlegið að trúgirni minni. Hafi þær ekki hlegið fyrr, myndu þær hlæja núna — að eiginmanninum, sem ekki var lengur karlmaður . . . Það mátti ekki ske! Ekkert af þessu máttu nokkurn tíma ske framar . . . Ég þakka guði fyrir það sem síðan gerðist. Margareta hlýtur að hafa fundið á sér, að ein- hver stóð álútur yfir henni. Hún opnaði hægt augun, teygði handleggina á móti mér og hvísl- aði: „Komdu, elsku Gunnar minn.“ Þá var eins og brysti stífla innra með mér. Grátandi eins og barn hneig ég niður í fang hennar. Með höfuðið grafið í brjóst hennar sagði ég henni allt af létta . . . Þegar ég loks þagnaði, tók Margareta til máls. Mér fannst eins og orð hennar væru vængj- uð. Það voru engar ásaltanir í því sem hún sagði, aðeins hugg- un, ástúð og óumræðileg ást . . . AÐ eru fimm ár síðan þetta var. Á þeim tíma hefur Mar- gareta dregið mig, með þeim mætti sem ástfanginni konu er gefinn, upp úr niðurlægingu minni. Enn getur að vísu sviðið í gömul sár — eins og í lestinni í kvöld — en ég veit að mér er borgið . . . Þegar ungi maðurinn í lest- inni sagði, að þau hjónin hefðu gefið hvort öðru holdlegt frelsi í hjónabandinu, stirnaði brosið innra með mér. Ég vona, að mér hafi tekizt að gera þeim ljóst, sem hugsa eins og hann, hvers- vegna bros mitt stirðnaði . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.