Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 87
JÁTVARÐUR SIGURSÆLI
85
hætta að fara með mig eins og
áttræðan öldung. Ég ætti ekki
að hafa illt af ofurlítilli á-
reynslu.“
„Nei, ég veit það. En Ját-
varður! Sjáðu! Sjáðu!“
Hann sneri sér við og leit á
Lovísu, sem stóð þarna og benti
á eitthvað handan við bálið.
„Sjáðu köttinn, Játvarður.“
Og þarna sat köttur, stór og
einkennilegur köttur, svo nálægt
bálinu, að það munaði minnstu
að eldtungurnar sleiktu hann.
Hann sat grafkyrr, hallaði und-
ir flatt og horfði á manninn og
konuna með köldum, gulum aug-
unum.
„Hann brennir sig!“ hrópaði
Lovísa. Hún tók undir sig stökk,
þreif köttinn með báðum hönd-
um og færði hann frá bálinu.
„Kattarkjáninn þinn,“ sagði
hún og þurrkaði sér um höndina.
„Hvað gengur að þér?“
„Kettir vita hvað þeir eru að
gera,“ sagði maður hennar.
„Hefur nokkur séð kött gera
annað en það, sem hann hefur
viljað sjálfur? Áreiðanlega
ekki.“
„Hver á hann? Hefur þú séð
hann áður?“
„Nei. Hann er einkennilegur
á litinn.“
Kötturinn sat í grasinu og
horfði drembilega á hjónin.
Augnaráð hans var íhugult og
svipur hans bar vott um fyrir-
litningu. Og það var satt, hann
var einkennilegur á litinn —
silfurgrár — og feldurinn silki-
mjúkur.
Lovísa beygði sig niður og
strauk honum um höfuðið.
„Farðu heim til þín,“ sagði hún.
„Vertu nú góður köttur og farðu
heim.“
HJÓNIN fóru að feta sig upp
brekkuna, heim að húsinu.
Kötturinn stóð upp og elti þau.
Hann náði þeim brátt, og þeg-
ar þau voru komin að grasflöt-
inni, tók hann forustuna og
reigsaði á undan með skottið
beint upp í loftið.
„Farðu heim,“ sagði maður-
inn. „Snáfaðu heim. Við viljum
ekki hafa þig hérna.“
Hann elti þau inn í húsið
og Lovísa gaf honum mjólk í
eldhúsinu. Þegar þau fóru að
borða, hoppaði hann upp í auð-
an stól á milli þeirra, teygði
höfuðið upp fyrir borðbrúnina
og einblíndi á þau með dökk-
gulum glyrnunum.
„Mér er ekkert um þennan
kött,“ sagði Játvarður.
„En mér finnst hann aftur
á móti fallegur. Ég vildi að hann
yrði hjá okkur dálítinn tíma.“
„Nei, Lovísa. Við megum ekki
halda kattarkvikindinu hérna.
Það hlýtur einhver að eiga hann.
Hann hefur strokið. Ef enginn
spyr um hann í dag, er bezt að
þú farir með hann til lögregl-
unnar. Hún getur áreiðanlega
komið honum til skila.“
Þegar Játvarður var búinn að
borða, fór hann aftur að vinna