Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 76
74
ÚR VAL
sínu, hann var heimsmeistari
í skák. En nú tók aldurinn að
segja til sín. Hann fitnaði, átti
erfitt um gang, sjónin dapraðist
og minnið einnig. Samt vann
hann með herkjubrögðumheims-
meistarakeppnina 1892. Ári síð-
ar kom ungur Þjóðverji, Eman-
uel Lasker, til Englands og
skoraði Steinitz á hólm. Steinitz
tók áskoruninni. Þessi ungi of-
látungur hafði gott af að fá
ráðningu. Keppnin fór fram
1894 og vakti sérstaka athygli
fyrir það, að Lasker var mikill
aðdáandi skákkenninga Steinitz,
sem hann notfærði sér af svo
mikill kunnáttu, að hann vann
keppnina. Hinn aldni meistari
tók ósigrinum karlmannlega.
Hann lét hrópa þrefalt húrra
fyrir keppinaut sínum og haltr-
aði síðan á hækjum sínum inn
í herbergi við hliðina, þar sem
hann settist við að spila vist
eins og ekkert hefði ískorizt.
Árið 1899 bilaði Steinitz á
geðsmunum. Hann ímyndaði sér,
að hann gæti fært taflmennina
með rafmagni, sem streymdi út
frá fingurgómum hans. Mesti
bardagamaðurinn í sögu skák-
listarinnar var fallinn. Steinitz
er sá meistari, sem haft hefur
mesta þýðingu fyrir skáklist nú-
tímans. Hann skilgreindi og
skýrði þúsundir skáka og með
nákvæmni vísindamannsins fann
hann þær meginreglur, sem ráð-
andi eru í skákinni í dag.
Emanuel Lasker fæddist í
Berlín 1868. Hann var að heita
mátti óþekktur þangað til hann
vann heimsmeistarakeppnina
1894. Gagnstætt Steinitz hafði
Lasker önnur áhugamál en skák
og það liðu mánuðir svo, að
hann snerti ekki tafl. En þegar
hann var setztur við skákborð-
ið var hann í essinu sínu og
hafði yndi af að tefla djarft.
Hann óttaðist það mest, að
skákin yrði stærðfræðilegt
reikningsdæmi, sem leyst yrði
með vélrænni nákvæmni. Lask-
er var sálfræðingurinn í hópi
snillinganna. Hann vissi að hver
maður hefur sín sérkenni, sem
fyrr eða síðar leiða í ljós veik-
leika hans. Hann var meistari
í að ögra andstæðing sínum og
svipta hann öryggi með dirfsku-
fullum leik.
Með skarplegum athugunum
sínum hefur Reinfeld tekið eft-
ir að andstæðingar Laskers
breyttu oft leiktækni í keppni
við hann. Þeir glötuðu sjálfs-
trausti sínu fyrir áhrif frá per-
sónuleika hans og léku þá öðru-
vísi en þeim var eiginlegt. I
keppni í New York 1923 tefldi
Lasker við franskan meistara,
sem hann ögraði til harðrar á-
rásar. Lasker vann skákina í
30 leikjum án þess að hafa
hreyft drottninguna!
I Pétursborg árið 1914 mætti
Lasker þeim skákmanni, sem
átti eftir að verða ofjarl hans.
Það var José Capablanca frá
Kútau. Keppnin varð geysihörð.
Að lokum stóðu leikar þannig,
að Capablanca nægði jafntefli