Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 37

Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 37
MANNLEG SAMSKIPTI 35 menn sjá storm í aðsigi og nauð- synlegt að slá upp tjöldum. Svo slógum við upp tjöldum, en stormurinn kom raunar aldrei. Að endingu sögðu Lapparnir, að það væri engin meining að halda lengra, bezt að taka lífið með ró, og við snerum aftur til upp- hafsstaðar. Mér þótti þessi drollfengna óákveðni næstum óþolandi. Mér fannst það ganga glæpi næst, að þetta fólk skyldi ekki bera neitt skynbragð á hvatleik, stundvísi, og settar reglur; og sú staðreynd, að það gat með ágætum komizt af án tímamæla, gerði illt aðeins verra. Vissulega tóku þeir lífið raunsæjum tök- um og gerðu hið nauðsynlega, þegar það v a r nauðsynlegt, án nokkurra heilabrota og án þess að vinna sér til óhægðar. Þetta skildi ég. Hinsvegar var ég afkvæmi menningar, sem hefur það í hávegum, að hvert starf hafi sína stund, og ég fann til kynlegrar utanveltukenndar. En morgun einn þótti mér sem ég ætti heima þarna, og ég gat játað þá staðreynd, að lifnaðar- hættir fólksins væru fyllilega réttmætir, enda þótt þeir væru frábrugðnir mínum, og að mis- munurinn hefði engin þau áhrif, sem að sök kæmu. Nokkrum árum síðar henti mig annað atvik, sem laust mig mjög svo þunglega. I það skipt- ið var ekki um að ræða uppnám vegna argvítugra siðvenja, öllu heldur uppgötvun á grundvall- arandstæðu þess, sem ég hafði þangað til álitið merginn í sið- rænum viðhorfum mannsins yfirleitt. Ég fékkst þá við rann- sóknir í Afríku og var handtek- inn af manni, sem í rauninni stundaði morð sem atvinnu. Hann lá fyrir ferðalöngum, hélt þeim uppi við mat, kaffi og snakk fram í myrkur, stakk þá svo með hníf og rændi. Flokkur manna af kynþættinum, sem ég dvaldizt hjá, frelsaði mig, að öllum Iíkindum á elleftu stundu, því að mjög var brugðið birtu. En broddurinn í sögunni er ekki það, sem henti mig, heldur af- staða bjargvætta minna til morðingjans — sem bar hið kynlega nafn, Sissy. Þeir réð- ust óðar á hann með skömmum, ekki vegna iðju hans, því að hún var talin lögmæt, heldur vegna þess, að hann skyldi velja skiptamenn sína svo fyrir- hyggjulaust. Örlög mín, sem persónu, báru þeir ekki fyrir brjósti, heldur þann álitshnekki, sem þeir hefðu beðið, ef skjól- stæðingur þeirra hefði farizt fyrir. Svar Sissys hlægði mig. „Mér þykir þetta mjög leitt,“ sagði ' hann virðulega. „Ef ég hefði vitað, hver hann var, þá hefði ég auðvitað ekki tekið hann til bæna. En ef satt skal segja hafði ég ekki hugmynd um, hvaðan hann kom. Meira að segja beitti hann mig óþokka- bragði, og ég ætla, að hans sé sökin miklu fremur en mín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.