Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 35
RAFMAGNSVEIÐAR 1 SJÖ
33
meiriháttar verzlunarvara: síld,
þorskur, makríll, lax, túnfiskur,
flatfiskur (lúða, rauðspretta,
koli) og nú upp á síðkastið karfi.
Karfanum var til skamms
tíma fleygt þegar hann kom í
vörpuna. Þjóðverjar munu fyrst-
ir hafa tekið upp á að hagnýta
hann til matar. Sala hans meðal
enskumælandi þjóða varð þó
fyrst að marki eftir að einhverj-
um snjöllum manni hugkvæmd-
ist að auglýsa hann sem „sjó-
aborra“ (ozean perch). Nú nem-
ur árleg veiði hans um 100.000
lestum. Vafalaust er hægt að
„uppgötva“ fleiri fiskitegundir
á sama hátt.
Fyrstu tilraun til alþjóðlegr-
ar skipulagningar á hagnýtingu
auðlinda hafsins hefur Matvæla-
og landbúnaðarstofnun Sam-
einuðu þjóðanna (FAO) nú með
höndum. Hún er að láta gera
fiskikort af höfum jarðarinnar,
þar sem sýnt er hvar fiskveið-
ar eru nú stundaðar og hvar
eru ónotuð fiskimið.
Sum auðugustu fiskimið, sem
enn eru ónotuð, eru undan
ströndum landa þar sem fólkið
býr við léleg kjör og ónógt fæði,
í Asíu, Afríku og Suður-Ame-
ríku. FAO hefur skipulagt starf-
semi til að kenna þessum þjóð-
um að hagnýta þessi fiskimið.
Ef Indland gæti t. d. hagnýtt
fiskimið sín þótt ekki væri nema
til hálfs á við það sem Japanir
hafa hagnýtt sín fiskimið, þá
mundi matvælaskortur þar í
landi verða algerlega úr sög-
unni.
Bezta leiðin til að hjálpa þjóð-
unum til sjálfshjálpar er að
kenna þeim að fiska og hjálpa
þeim til að útvega sér betri veiði-
tæki. En það eru ekki aðeins
þessar þjóðir sem þurfa að læra
betri veiðiaðferðir. Jafnvel þær
þjóðir, sem lengst eru komnar
í fiskveiðum,. eru enn á veiði-
mannsstiginu. Þær verða að
horfa fram til þess dags þegar
stórum fiskitorfum er smalað
og þær hafðar ,,á beit“ frá því
að fiskarnir eru seiði og þang-
að til þeim er ,,slátrað“.
Maðurinn hefur haft sultinn
að förunaut allar þær árþúsund-
ir, sem hann hefur lifað á jörð-
inni. Ef honum tekst að ger-
nýta þá ofgnótt matvæla, sem
djúp hafsins geyma, þá má
vænta að þeirri löngu samfylgd
verði lokið.
NÝ VIÐHORF.
Þegar Somerset Maugham var 75 ára sagði hann í viðtali:
„Þegar ég var tvítugur ákvað ég að hætta ritstörfum um
fimmtugt og njóta lífsins eftir það. Þegar ég var fimmtugur
ákvað ég að halda áfram til sjötugs."
„Og um sjötugt?" spurði blaðamaðurinn.
„Um sjötugt," sagði Maugham, „varð mér ljóst hve rétt ég
hafði haft fyrir mér þegar ég var tvítugur."
— McNaught Syndicate.