Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 73
STÓRMEISTARAR SKÁKLISTARINNAR
71
hvíla þreytt höfuðið í höndun-
um. En ensku skákmennirnir
virðast ekki kæra sig um slík
þægindi. Þeir sitja beinstífir í
stólum sínum, stinga þumal-
fingrunum undir vestisboð-
ungana og stara hreyfingar-
lausir á skákborðið í hálf tíma.
Og svo ■—■ eftir að andstæð-
ingurinn hefur iðað í stól sín-
um og stunið ótal sinnum —
leika þeir, skjótt og ákveðið.“
Eftir keppnina í London var
Anderssen viðurkenndur sem
mesti skáksnillingur heimsins. I
Þýzkalandi vöktu afrek hans
svo mikinn og almennan áhuga
á skák, að Þjóðverjar voru um
hálfrar aldar skeið forustuþjóð
í skák. Anderssen hugleiddi um
skeið að hætta kennsiustörfum
og helga sig skákinni eingöngu,
en hætti við það. Atvinnumenn
í skák voru ekki mikilsmetnir
í borgaralegu samfélagi á þeim
tímum.
Anderssen gegndi prófessors-
embætti sínu alla ævi og dó ár-
ið 1879, dáður af samtíð sinni.
En löngu áður hafði ungur
Ameríkumaður, Paul Mor'phy,
steypt honum af veldisstóli og
tekið sæti hans.
Morphy fæddist í New Or-
leans 1837. Foreldrar hans voru
efnaðir og sem skákmeistari
kynntist hann aldrei fátæktinni.
Hann var aðeins 12 ára þegar
hann sigraði skákmeistarann
Johann Loewenthal, sem sagði
um Morphy: „Hann leikur rétta
leiki eins og af innblæstri. Það
er furðulegt að sjá hve nákvæm-
ir útreikningar hans eru, eink-
um í tafllok. Við skákborðið
sjást engin geðbrigði á andliti
hans, jafnvel á mestu hættu-
stundum. Hann flautar lágt út
á milli tannanna og leitar þolin-
móður að þeirri ,,kombination“,
sem opnar honum leið út úr
erf iðleikunum. “
Morphy tók lögfræðipróf með
láði, kunni til hlýtar þrjú tungu-
mál og var ágætlega að sér í
tónlist. Hann skrifaði ekki nið-
ur kenningar sínar, en það má
finna þær í framkvæmd í þeim
skákum hans, sem varðveitzt
hafa. Hann kom með skipulag
og reglu inn í skákina án þess
að gera hana leiðinlega og fann
aðferðir sem enn eru í gildi.
Reinfeld hefur athugað skákir
hans nákvæmlega, og komizt að
raun um, að þjóðsagan um snilli
hans hefur gengið framhjá ýms-
um skákum, sem hann tefldi
miðlungi vel. Þessar skákir
sýna að hann hafði sínar veiku
hliðar, en, bætir Reinfeld við:
heimsmeistari er sá sem vinn-
ur fleiri skákir en aðrir. Snilli
hans birtist í því, að hann
vinnur þrátt fyrir skyssurnar
sem hann gerir.
Anderssen fylgdist af áhuga
með sigurför hins unga Ame-
ríkumanns og 1858 hittust þeir
í París. Nú skyldi skorið úr
því hver væri mesti skákmaður
heimsins. Við sjáum þá fyrir
okkur við taflborðið: hinn þýzka
prófessor, þungan og þrekvax-