Úrval - 01.11.1954, Qupperneq 73

Úrval - 01.11.1954, Qupperneq 73
STÓRMEISTARAR SKÁKLISTARINNAR 71 hvíla þreytt höfuðið í höndun- um. En ensku skákmennirnir virðast ekki kæra sig um slík þægindi. Þeir sitja beinstífir í stólum sínum, stinga þumal- fingrunum undir vestisboð- ungana og stara hreyfingar- lausir á skákborðið í hálf tíma. Og svo ■—■ eftir að andstæð- ingurinn hefur iðað í stól sín- um og stunið ótal sinnum — leika þeir, skjótt og ákveðið.“ Eftir keppnina í London var Anderssen viðurkenndur sem mesti skáksnillingur heimsins. I Þýzkalandi vöktu afrek hans svo mikinn og almennan áhuga á skák, að Þjóðverjar voru um hálfrar aldar skeið forustuþjóð í skák. Anderssen hugleiddi um skeið að hætta kennsiustörfum og helga sig skákinni eingöngu, en hætti við það. Atvinnumenn í skák voru ekki mikilsmetnir í borgaralegu samfélagi á þeim tímum. Anderssen gegndi prófessors- embætti sínu alla ævi og dó ár- ið 1879, dáður af samtíð sinni. En löngu áður hafði ungur Ameríkumaður, Paul Mor'phy, steypt honum af veldisstóli og tekið sæti hans. Morphy fæddist í New Or- leans 1837. Foreldrar hans voru efnaðir og sem skákmeistari kynntist hann aldrei fátæktinni. Hann var aðeins 12 ára þegar hann sigraði skákmeistarann Johann Loewenthal, sem sagði um Morphy: „Hann leikur rétta leiki eins og af innblæstri. Það er furðulegt að sjá hve nákvæm- ir útreikningar hans eru, eink- um í tafllok. Við skákborðið sjást engin geðbrigði á andliti hans, jafnvel á mestu hættu- stundum. Hann flautar lágt út á milli tannanna og leitar þolin- móður að þeirri ,,kombination“, sem opnar honum leið út úr erf iðleikunum. “ Morphy tók lögfræðipróf með láði, kunni til hlýtar þrjú tungu- mál og var ágætlega að sér í tónlist. Hann skrifaði ekki nið- ur kenningar sínar, en það má finna þær í framkvæmd í þeim skákum hans, sem varðveitzt hafa. Hann kom með skipulag og reglu inn í skákina án þess að gera hana leiðinlega og fann aðferðir sem enn eru í gildi. Reinfeld hefur athugað skákir hans nákvæmlega, og komizt að raun um, að þjóðsagan um snilli hans hefur gengið framhjá ýms- um skákum, sem hann tefldi miðlungi vel. Þessar skákir sýna að hann hafði sínar veiku hliðar, en, bætir Reinfeld við: heimsmeistari er sá sem vinn- ur fleiri skákir en aðrir. Snilli hans birtist í því, að hann vinnur þrátt fyrir skyssurnar sem hann gerir. Anderssen fylgdist af áhuga með sigurför hins unga Ame- ríkumanns og 1858 hittust þeir í París. Nú skyldi skorið úr því hver væri mesti skákmaður heimsins. Við sjáum þá fyrir okkur við taflborðið: hinn þýzka prófessor, þungan og þrekvax-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.