Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 58
56
ÚRVAL
okkar hafa tekið upp á að end-
urgjalda heimsóknirnar. Við
höfum lært að njóta samvist-
anna í stað þess að kvíða fyrir
erfiði og kostnaði sem þær
höfðu áður í för með sér. „Boð-
um“ hefur fækkað, þó að enn
brjótum við brauð saman —
án alls undirbúnings. -
Ýmis atvik hafa komið fyrir,
sum vandræðaleg og önnur
brosleg. Börnin hafa bæði ver-
ið til ánægju og ama; nokkur
gólfteppi, veggir og garðar hafa
látið á sjá. En ávinningarnir
hafa verið miklu fleiri og meiri.
,,Ó, heimilið mitt!“ hrópaði
Polly þegar við komum fjögur
óboðin og að því er virtist ó-
velkomin. Hún fór á undan okk-
ur inn, ruddist í gegnum brot-
in leikföng, reisti við fallinn
stól og strauk úfið hárið frá
enninu. ,,Við komum til að hitta
ykkur Jón, en ekki til að sjá
heimilið," sagði konan mín vin-
gjarnlega.
Þegar Polly hafði náð sér
eftir undrunina, áttum við sam-
an einkar ánægjulega stund. Og
þegar við fórum sagði hún: „Ég
skal segja ykkur: ég hef ekki í
marga mánuði haft svona
mikla ánægju af gestakomu.
Venjulega er svo mikið erfiði
og umstang að búa sig undir að
taka á móti gestum, að þegar
þeir koma er ég of þreytt til
þess að njóta samvistanna við
þá.“
Þessi hlýju orð hennar hafa
styrkt okkur í þeirri trú, að
þessi venjubreyting okkar væri
rétt. Næstum hver heimsókn
hefur orðið okkur að einhverju
leyti lærdómsrík. Ég hef oft
komið að húsbóndanum þar
sem hann var að gera við lek-
an vatnshana, bilaða ryksugu
eða garðsláttuvél og orðið
margs vísari með því að bjóða
honum aðstoð mína. Konan mín
hefur á sama hátt lært ýmis-
legt, sem henni varð síðar að
gagni.
Við uppgötvuðum, að ástæðu-
laust var að óttast, að við yrð-
um til að raska ráðagerðum
þeirra, sem við heimsóttum.
Hvað hefur þú nýskeð ráðgert
þér til dægrastyttingar, sem
ekki verður ánægjulegra, ef
einhver vinur kemur og gerist
þátttakandi í því?
Bezt er þó fyrir þá, sem vilja
endurvekja þessa fornu dyggð,
að vera við ýmsu búnir. Hér
er þá fyrst ein aðvörun: Eng-
inn skyldi taka upp þennan sið,
sem ekki hefur sanna ánægju
af samneyti við annað fólk og
ekki er reiðubúinn að fórna
öðrum nokkru af tíma sínum.
Því að vinirnir munu án efa
endurgjalda heimsóknirnar.
Hyggilegast er einnig að vera
við því búinn að illa standi á.
Ekki fer hjá því, að þið hring-
ið einhvern tíma dyrabjöllu þeg-
ar f jölskylduerjur eru uppi,
heimilið er í upplausn, fjöldi
ættingja í heimsókn o. s. frv.
„En hvað börnin eru orðin