Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 18
16
ÚRVAL,
leg kennsla og of lítið gert að
því að innræta æskunni dyggð-
ir.“
Til að kanna þetta atriði, voru
spurningar lagðar fyrir hópa
manna varðandi giri, sem er hin
forna leiðarstjarna Japana í sið-
rænum efnum. Það er ekki auð-
velt fyrir Vesturlandabúa að
skilja giri, og' skýringar jap-
anskra orðabóka eru mjög ó-
ljósar. Ruth Benedict leggur á-
herzlu á mikilvægi giri í bók
sinni ,,The Chrysanthemum and
the Sword“. Skýring hennar er
á þessa leið:
Samskiptum manna eru sett-
ar reglur, sem stjórna eiga
hegðun þeirra. Vesturlandabúar
segja um mann, sem ekki fylgir
■þessum reglum, að „hann kunni
ekki að haga sér“. En Japanir
segja: „Hann þekkir ekki giri.“
Þetta mætti þýða: „Hann þekk-
ir ekki skyldur sínar“ eða eitt-
hvað svipað. En giri merkir ekki
aðeins hverskonar skyldur. Jap-
anir hafa mörg orð yfir marg-
vísleg skuldbindingahugtök,
hvert með sinni sérstöku merk-
ingu, sem setja lífi fólksins
strangar skorður.
Sem dæmi má nefna ón. Það
er sagt að maður „fái ón“ eða
„sé með ón“, ef honum er gerð-
ur greiði. Hann er þá orðinn
,,skuldbundinn“. Sumar „skuld-
ir“ af þessu tagi eru þannig, að
allir menn eru fæddir til þeirra,
og er aldrei hægt að endurgjalda
þær að fullu. Þær nefnast gimu,
og samkvæmt fornri japanskri
hefð eiga menn gimu að gjalda
keisara sínum, föður sínum og
móður, forfeðrum sínum og föð-
urlandi. Japanir segja, að mað-
ur geti „aldrei endurgoldið svo
mikið sem tíu þúsundasta hluta
af (þessu) ón“.
Giri er ekki jafn ótakmark-
að og óhlutstætt skylduhugtak
og gimu, Það er einskonar
skuldaviðurkenning, sem maður
undirskrifar um leið og maður
„fær ón“. Að vanrækja giri
merkir í stuttu máli að standa
ekki við skuldbindingar sínar.
Skoðanakönnun UNESCO
virðist sýna, að (7in-hugtakið sé
ekki jafn alþekkt og algilt og
Ruth Benedict áleit, heldur sé
það hefð, sem nú virðist vera
að glata áhrifum sínum, því að
unga fólkið veit lítið um það
og hefur lítinn áhuga á því.
Samfara þessu áhugaleysi á
giri má greina vanþekkingu og
áhugaleysi á almennu siðgæði.
Það er erfitt að spá um það,
hverju framvindur í þessum
málum þjóðarinnar, eftir niður-
stöðum skoðanakönnunarinnar.
Mun æskan, sem nú er innan
við tvítugt, feta í fótspor for-
eldra sinna? Eða mun hún taka.
nýja stefnu? Til þess að geta
svarað þessum spurningum,
þyrftum við ekki aðeins að vita
hvert siðgæðisþróunin stefnir,
heldur einnig hverja stefnu Jap-
an muni taka nú eftir að her-
náminu er lokið og þjóðin er
sjálf tekin við stjórnartaumun-
um.