Úrval - 01.11.1954, Page 18

Úrval - 01.11.1954, Page 18
16 ÚRVAL, leg kennsla og of lítið gert að því að innræta æskunni dyggð- ir.“ Til að kanna þetta atriði, voru spurningar lagðar fyrir hópa manna varðandi giri, sem er hin forna leiðarstjarna Japana í sið- rænum efnum. Það er ekki auð- velt fyrir Vesturlandabúa að skilja giri, og' skýringar jap- anskra orðabóka eru mjög ó- ljósar. Ruth Benedict leggur á- herzlu á mikilvægi giri í bók sinni ,,The Chrysanthemum and the Sword“. Skýring hennar er á þessa leið: Samskiptum manna eru sett- ar reglur, sem stjórna eiga hegðun þeirra. Vesturlandabúar segja um mann, sem ekki fylgir ■þessum reglum, að „hann kunni ekki að haga sér“. En Japanir segja: „Hann þekkir ekki giri.“ Þetta mætti þýða: „Hann þekk- ir ekki skyldur sínar“ eða eitt- hvað svipað. En giri merkir ekki aðeins hverskonar skyldur. Jap- anir hafa mörg orð yfir marg- vísleg skuldbindingahugtök, hvert með sinni sérstöku merk- ingu, sem setja lífi fólksins strangar skorður. Sem dæmi má nefna ón. Það er sagt að maður „fái ón“ eða „sé með ón“, ef honum er gerð- ur greiði. Hann er þá orðinn ,,skuldbundinn“. Sumar „skuld- ir“ af þessu tagi eru þannig, að allir menn eru fæddir til þeirra, og er aldrei hægt að endurgjalda þær að fullu. Þær nefnast gimu, og samkvæmt fornri japanskri hefð eiga menn gimu að gjalda keisara sínum, föður sínum og móður, forfeðrum sínum og föð- urlandi. Japanir segja, að mað- ur geti „aldrei endurgoldið svo mikið sem tíu þúsundasta hluta af (þessu) ón“. Giri er ekki jafn ótakmark- að og óhlutstætt skylduhugtak og gimu, Það er einskonar skuldaviðurkenning, sem maður undirskrifar um leið og maður „fær ón“. Að vanrækja giri merkir í stuttu máli að standa ekki við skuldbindingar sínar. Skoðanakönnun UNESCO virðist sýna, að (7in-hugtakið sé ekki jafn alþekkt og algilt og Ruth Benedict áleit, heldur sé það hefð, sem nú virðist vera að glata áhrifum sínum, því að unga fólkið veit lítið um það og hefur lítinn áhuga á því. Samfara þessu áhugaleysi á giri má greina vanþekkingu og áhugaleysi á almennu siðgæði. Það er erfitt að spá um það, hverju framvindur í þessum málum þjóðarinnar, eftir niður- stöðum skoðanakönnunarinnar. Mun æskan, sem nú er innan við tvítugt, feta í fótspor for- eldra sinna? Eða mun hún taka. nýja stefnu? Til þess að geta svarað þessum spurningum, þyrftum við ekki aðeins að vita hvert siðgæðisþróunin stefnir, heldur einnig hverja stefnu Jap- an muni taka nú eftir að her- náminu er lokið og þjóðin er sjálf tekin við stjórnartaumun- um.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.