Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 86
Játvarður sigursœli.
Saga
eftir Roald Dahl.
LOVÍSA opnaði bakdyrnar á
húsinu og gekk út í svalt
októbersólskinið.
„Játvarður!“ kallaði hún.
„Játvarður! Maturinn er tilbú-
inn!“
Hún beið stundarkorn og
hlustaði; síðan gekk hún þvert
yfir grasblettinn og fram með
rósabeðunum. Þó að hún væri
holdug og lágvaxin, bar hún sig
tígulega og það var mýkt í
hreyfingum hennar. Hún gekk
eftir hellulagða stígnum þar til
hún gat horft yfir dældina, sem
var í hinum enda garðsins.
Roald Dahl er Englendingur, fædd-
ur 1916. Hann var í brezka flug-
hernum á stríðsárunum og særðist
tvisvar. Fyrir áeggjan rithöfundar-
ins C. S. Forester, sem heyrði Dahl
segja frá einu stríðsævintýri sínu,
fór hann að skrifa og fékk sögur
sínar strax birtar í amerískum tíma-
ritum. Það er einkenni á flestum
sögum Dahls, að uppistaða þeirra er
óskýranlegur atburður í hversdags-
legu umhverfi, oftast settur til að
varpa ljósi á innviði sögunnar, og
magna spennuna í henni. Stundum
er þessi blanda veruleika og óraun-
veruleika .óhugnanleg, en oft er hún
glettin og góðlátleg, eins og í þess-
ari sögu.
„Játvarður! Matur!“
Hún var búin að koma auga
á hann. Hann stóð niðri í dæld-
inni, um fimmtán metra í burtu,
og hafði kveikt bál úr greinum
og viðarrenglum. Eldurinn log-
aði glatt og mjólkurhvítan reyk-
inn lagði yfir garðinn, og með
honum barst yndisleg angan af
brennandi laufi.
Lovísa gekk niður brekkuna í
áttina til manns síns. Hún hefði
ósköp vel getað kallað einu sinni
enn og látið hann heyra til sín,
en bálið var svo fallegt að það
seiddi hana. Hana langaði til
að finna hitann og heyra snark-
ið.
,,Matur,“ sagði hún, þegar
hún var komin alla leið.
„Það er gott. Ég er að koma.“
„En hvað það logar vel.“
„Hg er að hugsa um að
hreinsa til á þessu svæði,“ sagði
maður hennar. „Ég er orðinn
þreyttur á þessum kræklum.“
Langleitt andlit hans var vott
af svita. Það héngu litlir dropar
í yfirskegginu og svitinn rann
í lækjum niður í hálsmálið.
„Þú mátt ekki reyna of mik-
ið á þig, Játvarður.“
„Elsku Lovísa, þú verður að