Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 9
ÆSKA JAPANS UNDIR SMÁSJÁNNI
7
efnalegan mælikvarða á andleg
verðmæti.“
Skoðanakönnunin leiddi ým-
islegt athyglisvert í ljós um
lestrarvenjur japanskra æsku-
manna. Þótt japanskt letur sé
flókið, eru að heita má allir
læsir og skrifandi. Lestrar-
smekkur almennings er þrosk-
aður. Dagblöð eru mörg og þau
stærstu koma út í milljónum
eintaka. Mörg viku- og mánað-
arrit koma einnig út — 60.000.
000 eintaka komu út árið 1950,
og bókaútgáfa er mikil. Áhugi
á þýddum bókum er mikill, eink-
um frönskum, og voru höfund-
arnir Romain Rolland, André
Gide og Camus oftast nefndir.
Fleiri Japanir kjósa útlend-
ar kvikmyndir en innlendar.
Af 100 æskumönnum, sem
spurðir voru í Tokyo, kusu að-
eins 7 japanskar myndir, 12
kusu útlendar án frekari skil-
greiningar, 11 kusu franskar
myndir, 7 amerískar og 7 brezk-
ar. I sveitum og þorpum lands-
ins eru amerískar kúrekamyndir
vinsælastar, en franskar í stærri
borgum.
Svipað er að segja um vin-
sældir útvarpsefnis. Meðal
æskufólks er útlend tónlist vin-
sælli en þjóðleg tónlist, og vin-
sælust meðal yngstu hlustend-
anna. ,
Þannig er Japan í þriðja sinn
í sögu sinni opið fyrir vestræn-
um áhrifum. Sem heild hefur
þjóðin mikinn áhuga á að auka
kynni og samskipti við aðrar
þjóðir og er sá áhugi mestur
hjá æskunni. En því má ekki
gleyma, að í hin tvö skiptin varð
árangurinn ekki æskilegur. Við-
skiptum og trúboði vestrænna
manna á 17. öld lauk 100 árum
síðar með algerri einangrun.
Vestræn áhrif eftir afnám léns-
skipulagsins urðu þess valdandi,
að með japönsku þjóðinni þró-
aðist fyrirlitning á öðrum Asíu-
þjóðum samfara hatri og öfund
í garð þjóða Evrópu og Ame-
ríku, og afleiðing þeirrar þró-
unar er mönnum enn í fersku
minni.
Á árunum eftir síðustu styrj-
öld var aðdáun Japana á hern-
aðar- og iðnmætti Bandaríkj-
anna mikil. Samskiptin við her-
námsliðið veittu þeim ennfrem-
ur tækifæri til nánari kynna
og betri skilnings á þessum ,,út-
lendingum“ — eða ijin, sem
þýðir bæði útlendingur og ó-
kunnur maður.
Skoðanakönnun UNESCO
leiddi í ljós, að japanska þjóðin
elur ekki í brjósti hefndarhug
til sigurvegara sinna, allra sízt
æskan. Styrjöldin hefur látið
eftir sig djúp ör í hugum fólks-
ins. Sá sem ferðast um landið
og talar við fólkið hlýtur að
sannfærast um, að þjóðin sé
eindregið friðarsinnuð. Styrjald-
aróttinn gerir hvarvetna vart
við sig. Þegar Japanska skoð-
anakönnunin spurði: ,,Hvað er
mesta áhyggjuefni yðar — per-
sónulegt eða almennt — þessa