Úrval - 01.11.1954, Page 9

Úrval - 01.11.1954, Page 9
ÆSKA JAPANS UNDIR SMÁSJÁNNI 7 efnalegan mælikvarða á andleg verðmæti.“ Skoðanakönnunin leiddi ým- islegt athyglisvert í ljós um lestrarvenjur japanskra æsku- manna. Þótt japanskt letur sé flókið, eru að heita má allir læsir og skrifandi. Lestrar- smekkur almennings er þrosk- aður. Dagblöð eru mörg og þau stærstu koma út í milljónum eintaka. Mörg viku- og mánað- arrit koma einnig út — 60.000. 000 eintaka komu út árið 1950, og bókaútgáfa er mikil. Áhugi á þýddum bókum er mikill, eink- um frönskum, og voru höfund- arnir Romain Rolland, André Gide og Camus oftast nefndir. Fleiri Japanir kjósa útlend- ar kvikmyndir en innlendar. Af 100 æskumönnum, sem spurðir voru í Tokyo, kusu að- eins 7 japanskar myndir, 12 kusu útlendar án frekari skil- greiningar, 11 kusu franskar myndir, 7 amerískar og 7 brezk- ar. I sveitum og þorpum lands- ins eru amerískar kúrekamyndir vinsælastar, en franskar í stærri borgum. Svipað er að segja um vin- sældir útvarpsefnis. Meðal æskufólks er útlend tónlist vin- sælli en þjóðleg tónlist, og vin- sælust meðal yngstu hlustend- anna. , Þannig er Japan í þriðja sinn í sögu sinni opið fyrir vestræn- um áhrifum. Sem heild hefur þjóðin mikinn áhuga á að auka kynni og samskipti við aðrar þjóðir og er sá áhugi mestur hjá æskunni. En því má ekki gleyma, að í hin tvö skiptin varð árangurinn ekki æskilegur. Við- skiptum og trúboði vestrænna manna á 17. öld lauk 100 árum síðar með algerri einangrun. Vestræn áhrif eftir afnám léns- skipulagsins urðu þess valdandi, að með japönsku þjóðinni þró- aðist fyrirlitning á öðrum Asíu- þjóðum samfara hatri og öfund í garð þjóða Evrópu og Ame- ríku, og afleiðing þeirrar þró- unar er mönnum enn í fersku minni. Á árunum eftir síðustu styrj- öld var aðdáun Japana á hern- aðar- og iðnmætti Bandaríkj- anna mikil. Samskiptin við her- námsliðið veittu þeim ennfrem- ur tækifæri til nánari kynna og betri skilnings á þessum ,,út- lendingum“ — eða ijin, sem þýðir bæði útlendingur og ó- kunnur maður. Skoðanakönnun UNESCO leiddi í ljós, að japanska þjóðin elur ekki í brjósti hefndarhug til sigurvegara sinna, allra sízt æskan. Styrjöldin hefur látið eftir sig djúp ör í hugum fólks- ins. Sá sem ferðast um landið og talar við fólkið hlýtur að sannfærast um, að þjóðin sé eindregið friðarsinnuð. Styrjald- aróttinn gerir hvarvetna vart við sig. Þegar Japanska skoð- anakönnunin spurði: ,,Hvað er mesta áhyggjuefni yðar — per- sónulegt eða almennt — þessa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.