Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 38
36
tJR VAL
Engu að síður er ég reiðubúinn
að gleyma þessari leiðindaslysni,
og mætti ekki bjóða ykkur upp
á hressingu með mér?“
Síðan héldum við heimleiðis
gremjulaust — en höfnuðum
hressingunni. Hér var að tefla
um varðveizlu þjóðfélagsverð-
mæta, væru þau vanrækt mundi
voðinn vís. Félagar mínir voru
engan veginn harðbrjósta.
Mannrækni þeirra var engu
óvarmari en gengur og ger-
ist með öðrum þjóðum, en
verðmætin voru metin á annan
hátt. Dauðinn hefur ef til vill
í för með sér dapra hryggð,
en óhjákvæmilegur er hann,
og morðinginn flýtir aðeins fyrir
dauðanum, sem heimsækir okk-
ur öll. Það sem var miklu þung-
bærara fyrir þá, það var röskun
þjóðfélagsháttanna, enda sam-
félag þeirra bæði lítið og ein-
angrað. Röskunin hefði dregið
á eftir sér upplausn og smán og
allra heiil var henni undir-
orpin.
Sumir kynþættir Eskimóa litu
morðið svipuðum augum. Einu
bæturnar, sem þeir kröfðust
fyrir morð — allt til skamms
tíma að minnsta kosti — var
að morðinginn kvæntist konu
hins myrta. Þeir álitu dauðann
líka óhjákvæmilegan, en fyrir-
vinnulaus kona var þjóðfélags-
böl. Þetta var því eins konar
ekknastyrkur. Vitaskuld er ég
ekki að mælast til, að við tök-
um upp siði og venjur, sem við
teljum siðferðislega rangar og
á móti Guðs lögum, en við get-
um að minnsta kosti reynt að
skilja aðstæðurnar, sem þær
dafna við, og haft það hugfast,
að fólkið, sem iðkar þær, er
ekki endilega ómannlegt.
Hið sammannlega.
Þegar ég kom til Miðaustur-
Asíu í fyrsta sinn, var mér
sagt, að Arabar tækju, við
kynningu, þrem breytingum í
augum manna. Upphaflega virt-
ust þeir rómantískir og dular-
fullir, síðan drabbaralegir og
blendnir, og að lokum virtust
þeir rétt eins og við sjálf. Ein-
mitt þetta gerist yfirleitt í
kynnum manns við annað fólk.
Að endingu kemst maður í
snerting við hið sammannlega.
Þráfaldlega hefur okkur ver-
ið sagt, að mannkynið geti því
aðeins lifað áfram að það verði
ein heild. En í vissum skilningi
— það er að segja í afleiddum
skilningi — er mannkynið þegar
ein heild. Dularfullir atburðir í
fjarlægum löndum hafa djúp
áhrif á okkur, dýpri en nokkru
sinni fyrr í sögu mannkynsins.
Samgöngurnar hafa komið
þessu í kring, útvarpið, hröð
póstþjónusta. En af þessari á-
stæðu verða önnur samskipti
þjóða á milli, sérílagi þau sam-
skipti, sem hafa gagnkvæman
skilning fyrir stefnuskrá, langt-
um mikilvægari. Ef tvær mann-
eskjur hneigjast til sundurlynd-
is, er þeim skárra að slíta sam-
vistum en búa saman.