Úrval - 01.11.1954, Page 38

Úrval - 01.11.1954, Page 38
36 tJR VAL Engu að síður er ég reiðubúinn að gleyma þessari leiðindaslysni, og mætti ekki bjóða ykkur upp á hressingu með mér?“ Síðan héldum við heimleiðis gremjulaust — en höfnuðum hressingunni. Hér var að tefla um varðveizlu þjóðfélagsverð- mæta, væru þau vanrækt mundi voðinn vís. Félagar mínir voru engan veginn harðbrjósta. Mannrækni þeirra var engu óvarmari en gengur og ger- ist með öðrum þjóðum, en verðmætin voru metin á annan hátt. Dauðinn hefur ef til vill í för með sér dapra hryggð, en óhjákvæmilegur er hann, og morðinginn flýtir aðeins fyrir dauðanum, sem heimsækir okk- ur öll. Það sem var miklu þung- bærara fyrir þá, það var röskun þjóðfélagsháttanna, enda sam- félag þeirra bæði lítið og ein- angrað. Röskunin hefði dregið á eftir sér upplausn og smán og allra heiil var henni undir- orpin. Sumir kynþættir Eskimóa litu morðið svipuðum augum. Einu bæturnar, sem þeir kröfðust fyrir morð — allt til skamms tíma að minnsta kosti — var að morðinginn kvæntist konu hins myrta. Þeir álitu dauðann líka óhjákvæmilegan, en fyrir- vinnulaus kona var þjóðfélags- böl. Þetta var því eins konar ekknastyrkur. Vitaskuld er ég ekki að mælast til, að við tök- um upp siði og venjur, sem við teljum siðferðislega rangar og á móti Guðs lögum, en við get- um að minnsta kosti reynt að skilja aðstæðurnar, sem þær dafna við, og haft það hugfast, að fólkið, sem iðkar þær, er ekki endilega ómannlegt. Hið sammannlega. Þegar ég kom til Miðaustur- Asíu í fyrsta sinn, var mér sagt, að Arabar tækju, við kynningu, þrem breytingum í augum manna. Upphaflega virt- ust þeir rómantískir og dular- fullir, síðan drabbaralegir og blendnir, og að lokum virtust þeir rétt eins og við sjálf. Ein- mitt þetta gerist yfirleitt í kynnum manns við annað fólk. Að endingu kemst maður í snerting við hið sammannlega. Þráfaldlega hefur okkur ver- ið sagt, að mannkynið geti því aðeins lifað áfram að það verði ein heild. En í vissum skilningi — það er að segja í afleiddum skilningi — er mannkynið þegar ein heild. Dularfullir atburðir í fjarlægum löndum hafa djúp áhrif á okkur, dýpri en nokkru sinni fyrr í sögu mannkynsins. Samgöngurnar hafa komið þessu í kring, útvarpið, hröð póstþjónusta. En af þessari á- stæðu verða önnur samskipti þjóða á milli, sérílagi þau sam- skipti, sem hafa gagnkvæman skilning fyrir stefnuskrá, langt- um mikilvægari. Ef tvær mann- eskjur hneigjast til sundurlynd- is, er þeim skárra að slíta sam- vistum en búa saman.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.