Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 22
20
ÚRVAL
sem móðirin finnur greinilega,
og sem öðru hvoru eru eygjan-
leg að utan, við athugun á kvið-
arholinu. Hár sprettur á yfir-
húð fóstursins, einnig safnast
greinilega undir hana fitulag.
Við lok sjötta mánaðar grein-
ast augnalokin hvort frá öðru.
Mánuði síðar er andlit fósturs-
ins orðið svo fastmótað, að það
hefur skíra drætti; en það lík-
ist ennþá litlu, krumpuðu gamal-
menni. Hrukkurnar hverfa í lok
áttunda mánaðar, því að þá
myndast fituríkt lag undir húð-
inni. Við lok níunda mánaðar
eru neglur vaxnar fram, en eru
þó lausar bæði á fingrum og
tám. Ullhárin fíngerðu detta af,
og í drengjum hafa eistun sigið
niður úr holinu ■—■ þar sem þau
hvíla mestan hluta fósturævinn-
ar — gegnum náraganginn og
niður í punginn.
Nú er komið að fæðingunni.
Hríðirnar byrja, kvalafullur
samdráttur í hinu þykka vöðva-
lagi legsins. Opið milli legs og
legganga þenst síðan út við
þrýsting fósturhöfuðsins mót
botni mjaðmagrindarinnar.
Fóstrið þrýstist niður fæðingar-
ganginn og út. Að lokum hvílir
barnið millum fóta móðurinnar.
Þá er bundið um naflastrenginn
og skorið á. Stundarfjórðungi
síðar kemur fylgjan. Legið
dregst saman af sjálfu sér, svo
að blæðing úr sundurslitnum
æðum stöðvast.
Það er talið að fullþroska
barn vegi 3000 til 3500 grömm;
lengd þess frá hvirfli til ilja 50
cm. Húðin ljós, með daufum
roða, og hárvöxtur einungis á
herðum og rassi. En börn, sem
ekki uppfylla þessi skilyrði,
geta einnig lifað við góða hjúkr-
un. Reynslan sýnir, að takmörk-
in liggja við sjöunda mánuðinn;
fyrir þann fíma má segja að
höfn leysist.
Barn, sem fæðist á eðlilegum
tíma, er 800 sinnum þyngra en
við lok annars mánaðar. Hinn
frægi fósturfræðingur Arey hef-
ur reiknað það út, að ef barn
héldi áfram að vaxa með sama
hraða eftir fæðingu og á níunda
mánuði, mundi það verða full-
vaxið billjón sinnum stærra en
sólin!
Enda þótt tölurnar séu stór-
furðulegar, gefa þær litla hug-
mynd um þá dásamlegu þróun,
sem á sér stað, þegar tvær frum-
ur renna saman, skiptast og
vaxa, allt tll fullburða manns.
Sú þróun er svo flókin og hnit-
miðuð, að nýtízku rafeinda-
reiknivélar eru í samanburði við
hana svo sem eins og hver ann-
ar reiknistokkur.
Hverskonar lögmálum lýtur
til dæmis þróun hjartans? Nátt-
úran hefur áreiðanlega unnið
eftirvinnu, daginn sem hún
hugsaði þau. Fyrir fæðingu er
blóðið, sem flæðir um hjartað
eftir stóru æðunum, þrungið
súrefni; og rennur beint frá
móðurinni, úr fylgjunni. Það er
ekki ástæða til að veita því um
samanfelld lungun. Þau starfa