Úrval - 01.11.1954, Page 66

Úrval - 01.11.1954, Page 66
64 tjRVAL in var endurtekin, og voru þá notaðir tíu hlutar af vetni á móti einum hlut af helíum — sama hlutfall og er á sólinni — og komu þá í ljós þau lit- rófsbönd, sem vantað hafði í fyrra skiptið. Það er m. a. til þess að fá frekari sannanir fyrir þessum kenningum um norðurljósin, að vísindamenn frá 30 þjóðum eru að setja upp rannsóknarstöðv- ar þar sem þeir geta gert at- huganir sínar þegar norður- ljósin ná hámarki sínu næst, 1957—58. Ein stöð í Alaska og önnur á MacQuarrie-eyju á suð- urheimskautssvæðinu munu bera saman brautir norðurljós- agna á leið sinni norður og suð- ur frá straumhringnum við miðbaug. Notaðar munu verða eldflaugar og loftbelgir, sem sleppt verður í Kanada, Alaska og Grænlandi. Loftbelgirnir bera eldflaugarnar upp í há- loftin, en þær halda síðan áfram upp í norðurljósasvæðið með mælitæki sín. Sjálfboðaliðum, einkum flug- mönnum, sem fljúga yfir af- skekkt svæði jarðarinnar, munu verða látnar í té sérstakar ljós- síur, sem aðeins hleypa í gegn- um sig geislum frá norðurljós- unum, í von um að þeir geti lagt einhvern skerf til rannsókn- anna. Við Cornellháskólann og há- skólann í Alaska mun radio- stjörnukíkjum verða beint gegnum norðurljósin á fjarlæg- ar stjörnur til þess að komast að því hvaða áhrif þau hafa á radiobylgjur, sem stjörnum- ar senda frá sér. Ef til vill finnast þá einhverjar bylgjur, sem komast hindrunarlaust gegnum norðurljósin og verður þá hægt að nota þær til fjar- skipta á norðurljósasvæðinu. Meðal annarra verkefna þess- ara alþjóðarannsókna er að sanna eða afsanna þá kenningu, að loftslagsbreytingar á norð- urheimskautssvæðinu hafi gagn- ger áhrif á veður á öllu norð- urhveli jarðar. Meginlandsjökl- ar og heimskautaísinn munu verða mældir til að sjá hve mik- ið hefur bráðnað síðan mæling- ar voru gerðar 1932—33; þeg- ar virðist ljóst, að bráðnunin sé það ör, að Norðuríshafið verði orðið skipgengt eftir 25 til 50 ár. Nægilegt vatn er bund- ið í heimskautaísnum til þess að hækka yfirborð heimshaf- anna um 30 metra eða meira; og jarðfræðingum leikur hug- ur á að vita, hve langt verði þangað til hinar víðáttumiklu láglendisstrendur þar sem margar helztu borgir heimsins standa, muni fara í kaf, ef bráðnunin heldur áfram með sama hraða og nú. En eftir fáu munu vísindamennirnir bíða með eins mikilli eftirvæntingu og því, hverjar verði niður- stöðurnar af athugunum á norð- urljósunum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.