Úrval - 01.11.1954, Side 113

Úrval - 01.11.1954, Side 113
FJÖRUTlU DAGAR OG FJÖRUTlU NÆTUR 111 ið hennar og handfjatlaði hár- bursta. ,,£§■ smíðaði þennan bursta handa þér. Manstu eft- ir því? Hann er ekki svo illa gerður.“ Hún tók burstann af honum. „Vertu ekki að rugla öllu á snyrtiborðinu. Annars held ég þér veitti ekki af að fara að ganga frá þínum hlutum. Þú veizt að við flytjum í kvöld.“ „Já, kannske þú. Ekki ég.“ Hún varð sem þrumu lostin. „Hvað áttu við?“ sagði hún og gekk tvö skref aftur á bak. Hún lagði burstann á borðið. Hann stóð upp og sagði með hægð: „Setztu og burstaðu á þér hárið. Þá hefur þú eitthvað að gera, ef þú vilt ekki hlusta á mig. Gerðu svo vel!“ Hann rétti henni burstann, og hún settist. „Einu sinni fannst mér gaman þegar þú varst að bursta á þér hárið — að horfa á al- varlegt andlit þitt og fjarræn augun og bollana við olnbogana. En nú skal ég ekki horfa á þig. Þú ert einmana og ég er einmana og . . . Hvað varstu annars að spyrja mig um? Já, hvort ég ætlaði ekki að búa mig undir að flytja. Ég þarf þess ekki. Ég ætla nefnilega ekki að vera með ykkur í örkinni." „Trúir þú þá ekki á synda- flóðið? Ég skil það vel.“ „Stundum trúi ég á það og stundum ekki. En ég er viss um eitt: ég er ekki þess verður að bjargast. Pabbi og mamma, Sem og Kerin — ég skil það. Þau eru góðar manneskjur. Ég er ekki eins viss um Jafet og Meri- bal. Hjón, sem eru eins hamingjusöm og þau, eru jafn- hamingjusöm þó að þau deyi. En þau eru beztu börn og hafa ekki gert neinum mein. Og þú, Ayesha — ég skil það líka — því að fegurðin — hin hreina fegurð — á alltaf skilið að lifa. En þegar ég hugsa um sjálfan mig, fer ég að efast. Mér finnst það rangt að átta mann- eskjur eigi að bjargast, en allar aðrar séu dæmdar til að farast. Það eru margar vondar mann- eskjur í heiminum, og ég tel mig í þeirra hópi — en börn — lítil börn — eru ekki vond. Ég get ekki trúað á svo ranglátan guð.“ ,,0g þessvegna ætlar þú að hætta á að verða eftir?“ „Já, . . . og Ayesha, mig lang- ar til að þú hættir á það með mér.“ „Hvers vegna?“ Það var eins og hann væri að tala við sjálfan sig: Ég hélt að ég mundi aldrei þora að segja þér frá þessu. En um daginn þegar þú hrópaðir: „Hvers vegna megum við ekki drukkna öll saman, þá er þessu lokið.“ — Þá varð mér Ijóst, að þú ert Iíka óhamingjusöm og að það er ekki öll von úti enn. Ég get orð- að þetta öðruvísi," röddin varð nú ákveðnari. „Ég mundi verða brjálaður ef ég ætti að búa með þér í þessari bölvaðri örk í heilt ár og horfa á Jafet og Meribal og vita, að ég elska
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.