Úrval - 01.02.1955, Side 2
Nýr maður árlega!
TJr Vor Viden.
Ekki eru mörg ár síðan það
var almenn skoðun, að frumur
líkamans og efnin í þeim endur-
nýjuðu sig til fulls á sjö árum.
Þessi skoðun byggðist í rauninni
að miklu leyti á ágizkunum. Það
skorti blátt áfram tæki 'til að
fylgjast með breytingu efnanna í
hinum lifandi líkama.
En með hinum geislavirku
ísótópum eða samsætum hafa vís-
indin fengið tækið í hendur, og
í skýrslu frá Smithsonian Institut-
ion gerir forstjóri ísótópdeildar
Kjarnorkunefndar Bandarikjanna,
dr. Paul C. Aebersold, grein fyrir
merkilegum niðurstöðum af líf-
fræðilegum og lífeðlisfræðilegum
ísótóprannsóknum.
Hingað til, segir dr. Aebersold,
hefur verið litið á mannslíkamann
sem vél, er taki til sin fæðu,
vatn og loft sem orkugjafa til
þess að geta starfað, og var al-
mennt talið, að tiltölulega lítill
hluti af þessum efnum færi til
að skipta um hluta í vélinni . . .
Isótópurnar hafa leitt í ljós, að
nær sanni er að líkja líkamanum
við hreyfanlega herdeild, sem
heldur stærð sinni, lögun og sam-
setningu þó að stöðugt sé verið
að flytja til einstaka hermenn,
hækka eða lækka þá í tign, flytja
þá í varaliðið senda þá heim að
lokinni þjónustu eða þeir falla í
orustu.
Hin geislavirku leitarefni, ísó-
tópurnar, hafa sýnt, að „vakta-
skipti" atómanna í vefjum vorum
eru mjög tíð. T. d. verða alger
skipti á helmingi allra natríum-
atóma líkamans á einni viku, og
eins er um. vetnis- eða fosfóratóm-
in. Jafnvel helmingur kolefnis-
atómanna endurnýjast á einum
eða tveim mánuðum. Lokaniður-
stöður dr. Aebersolds eru þær, að
um 98% allra atóma líkamans
endurnýist með atómum úr mat,
drykk og lofti á einu ári.
Þýðendur þessa heftis eru (auk ritstjórans): Sigurjón Björnsson
(S. B.) og Öskar Bergsson (Ö. B.).
ÚKVAL —• tímarit. — Kemur út 8 sinnum á ári.
Ritstjóri: Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16, Reykjavík. Sími 4954.
Afgreiðsla Tjarnargötu 4. Sími 1174. Áskriftarverð 70 krónur.
títgefandi: Steindórsprent h.f.