Úrval - 01.02.1955, Side 8
6
ÚRVAL
dálítið flókinn og torskilinn,
sem bezt er að hnýsast ekki
mikið í.
Þetta er slæm þjálfun á skyn-
seminni. Henni hættir við að
leiða af sér einskonar vitsmuna-
lega feimni, ótrú á rökhyggj-
unni, tilfinningu fyrir því, að
það sé stundum nærri því ó-
kurteisi að vilja kryfja hugs-
un til mergjar eða að neita að
taka hvað sem vera skal trúan-
legt, án fullgildra sannana. Og
ekki er það æskilegt viðhorf
fyrir þegna í lýðræðisþjóðfélagi.
Annars eru það frekar hinar
siðferðlegu hættur en þær vits-
munalegu, sem ég vil víkja hér
að. Þær verða, þegar einlægt
og auðtrúa barnið verður gagn-
rýninn og neikvæður unglingur.
Þá kann svo að fara, að hann
kasti allri trú, og hafi siðgæð-
isuppeldi hans verið nátengt
trúnni, er meir en sennilegt, að
siðaboðorðin fari með. Hann
getur orðið þeirrar skoðunar,
að þau hafi ekki verið annað
en kerlingabækur. Og nú veit
hann ekki lengur, hvar hann er
staddur. Að svo komnu myndi
hann vera móttækilegastur fyrir
áróðri kommúnista, ef einn
þeirra næði færi á honum og
segði sem svo: ,,Jæja, nú ertu
kominn af ævintýraaldrinum og
getur hlustað á það, sem full-
orðnir menn hafa að segja“.
Það fer því fjarri, að það sé
nokkur vörn við kommúnisma
að tengja siðgæðið trúarbrögð-
unum. Þvert á móti stuðlar það
að því að reka fólk í faðm hans.
Ég held, að rangt sé að líta
á kristindóm og kommúnisma
sem tvö andstæð öfl, er eigist
nú við í heiminum. Aðal and-
stæðurnar eru með kennisetn-
ingum (dogma) og vísindaleg-
um sjónarmiðum. Annars vegar
er kristindómur og kommún-
ismi, tvö trúarkerfi í samkeppni
hvort við annað, en hins vegar
er vísindaleg menningarstefna,
(scientific humanism) og er
hún jafn andvíg báðum. Það er
vonlaust verk að ætla að sigr-
ast á kommúnisma með því að
glæða kristindóminn. Það er eins
og — hvað á ég að segja? —
að reyna að kveða niður trúna
á fljúgandi diska með því að
vekja upp þjóðtrúna á nornir
ríðandi gandreið á kústsköftum.
Ég vil ekki fara nánar út í þá
samlíkingu. En það, sem ég á
við, er, að það er að reyna að
kveða niður nýja þjóðsögu með
því að vekja upp aðra gamla,
í stað þess að leita að einhverju,
sem er sennilegra en þjóðsagan.
Vísindaleg menningarstefna: —
þannig hljóðar hið jákvæða
svar. Ég á ekki við blábera efn-
ishyggju, þó að ég kalli stefn-
una vísindalega, eða að hún telji
ekkert gott annað en það, sem
kemur úr rannsóknarstofunni.
En hún er að því leyti vísinda-
leg, að hún telur það enga dyggð
að trúa án sönnunargagna. Hún
er og vísindaleg í því, að hún
notar tilgátur, en ekki kenni-
setningar, — tilgátur, sem sí-