Úrval - 01.02.1955, Side 16
14
ÚRVAL,
um siðfræðinnar og hræðilega
erfitt að svara eins og öllum
lokaspurningum. Það vita allir,
sem lagt hafa stund á heim-
speki. Sjálf held ég, að eina
svarið, sem mögulegt er að gefa,
sé menningarlegt svar: Af því
að við erum félagsverur og lif-
um í þjóðfélagi og þjóðfélags-
lífið -—■ bæði innan fjölskyldu
og utan — er miklu farsælla,
fyllra og auðugra, ef þegnamir
eru samvinnufúsir og vinsam-
legir heldur en ef þeir eru f jand-
samlegir og firtnir. En trúuðum
hlustanda kann að þykja þetta
einskær undanfærsla. Mætti ég
því segja að lokum, að svarið,
sem hann sjálfur getur gefið, er
í rauninni engu fyllra. Svar hans
við spurningunni „Hvers vegna
á ég að taka tillit til annarra?“
hljóðar svo: „Af því að það er
Guðs vilji“: Hinn vantrúaði get-
ur þá alltaf sagt: „Hvers vegna
á ég að gera Guðs vilja? Hvers
vegna skyldi ég ekki gera það,
sem mér sjálfum þóknast?11 —
og það er áreiðanlega eins mikil
vandaspurning og „Hvers vegna
á ég að taka tillit til annarra?“
1 raun og veru eru þær miklu
fleiri vandaspurningarnar, sem
hinn trúaði verður að gera sér
að góðu að telja Guðs vilja. En
við þurfum ekki að fara aftur
út í þá sálma, því að spurningin
um lokatilganginn er aðallega
fræðilegs eðlis, þegar öll kurl
koma til grafar. Ég hefi aldrei
ennþá mætt barni — og reyndar
mjög fáum fullorðnum —, sem
hefur nokkurn tíma komið til
hugar að spyrja: „Hvers vegna
á ég að taka tillit til annarra?"
Flestir taka það sem sjálfsagt
siðaboðorð, að við megum ekki
vera algjörlega eigingjörn, og
ef við byggjum siðgæðisuppeld-
ið á því, held ég, að við reisum
á traustum grunni.
S. B. þýddi.
Blessuð börnin.
Eins og við vitum öll eru böm ekki eins kurteis og veluppalinn
nú og við vorum á þeirra aldri. 1 þéttstöðnum strætisvagni stóð
maður og horfði með vanþóknun á stóran strák, sem sat án
þess að gera sér neinar grillur út af því, að öldruð kona stóð
rétt hjá honum.
„Viltu selja mér sætið þitt fyrir krónu?" spurði maðurinn.
Drengurinn hugleiddi tilboðið stundarkorn og tók því svo.
„Gjörið svo vel, frú, viljið þér ekki fá yður sæti?“ sagði
maðurinn við konuna sem stóð.
„Nei, það er engin meining, þér borguðuð fyrir sætið," sagði
konan.
„Ójá, það var nú nánast til að kenna drengnum mannasiði.
Hann hefur bersýnilega fengið slæmt uppeldi heima. Setjist
þér hara . . .“
„Jæja, þakka yður fyrir," sagði konan. Svo sneri hún sér
að drengnum og sagði: „Nonni minn, mundirðu eftir að þakka
manninum fyrir krónúna?"