Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 25
ÞOSUND króna seðillinn
23
hrörlegur, en í vinnustofu Jak-
obs Gehlins var bjart og nota-
legt, fullt af blómum, högg-
myndum og teikningum, og allt
í skelfilegri óreiðu.
Hann bauð henni vín, en hún
vildi ekki þiggia það fyrr en
verkinu væri lokið.
„Ég hef hugsað mér að þér
sætuð þarna,“ sagði hann og
benti á pall sem var við einn
vegginn. ,,Þá skín sólin á yður.
Ég færi áhöldin mín til.“
„Svona “
„Já, þetta er ágætt.“
„Svona?“
„Hvernig á ég að hafa hend-
umar?“
„Það kemur af sjálfu sér. Ég
'teikna yður frá öllum hliðum.
Eigum við að byrja?“
„Já, það er bezt.“
„Þér viljið kannske heldur
klæða yður úr í svefnherberginu
mínu?“
„Á ég að . . .“ sagði hún og
roðnaði. „Þér haldið þó ekki að
ég . . .“
„Held ég hvað?“ sagði hann
og varð vandræðalegur.
„En á teikningunum sem þér
sýnduð mér, voru allar konurn-
ar í skikkjum . . .“
Hann sá að hún var orðin
reið, en hann gat þó ekki að
sér gert að brosa.
„Já . . . ég skil. Það verður
auðvitað ekki nakin kona á
þúsund króna seðlinum. En
hvernig getur yður komið til
bugar að ág geti teiknað konu
í skikkju, eða við getum bara
sagt í samfestingi, ef ég hef
ekki athugað líkama hennar í
krók og kring? Þér hljótið þó
að vita að ég er enginn fúskari,
heldur maður, sem kann verk
sitt.“
Hún tók hattinn sinn og tösk-
una og gekk til dyranna. Hann
yppti öxlum og lauk upp fyrir
henni.
*
Hálfum mánuði seinna stóð
hún aftur fyrir utan dyrnar hjá
Jakob Gehlin. Hún hafði hringt
tvisvar, og var í þann veginn að
fara, þegar hún heyrði fótatak
fyrir innan. Hann var í vinnu-
sloppnum. Hann rétti henni
höndina.
„Það var fallegt af yður að
líta inn,“ sagði hann. „Ég vissi
ekki hvar ég gat náð í yður.
Mig langaði til að biðjast af-
sökunar."
Hún fór með honum inn í
vinnustofuna, og hann sýndi
henni nýjustu teikningarnar sín-
ar og myndastyttu, stúlkuhöfuð,
sem hann hafði keypt af góð-
um vini.
„Hvernig gengur með þúsund
kallinn?"
„Vel . . .“ sagði hann.
Þau þögðu bæði.
„Ef þér álítið það ennþá nauð-
synlegt", sagði hún svo og
horfði niður í gólfið, „þá . . .
þá er velkomið að ég sitji fyrir
hjá yður.“
Hann leit undrandi á hana.
„Hvað hefur komið yður til
að skipta um skoðun?“