Úrval - 01.02.1955, Page 29

Úrval - 01.02.1955, Page 29
ÞÚSUND KRÓNA SEÐILLINN 27 Hún kemur mér svo kunnug- lega fyrir sjónir , . . Já, nú skil ég það! Hún er svo lík þér . . .“ „Ég er varla svona digur . . .“ „Hún hefur sama vaxtarlag og þú . . . og það er eitthvað í svipnum. . . . Maður sér svona konu að minnsta kosti ekki oft nú á dögum. . .“ Hann þagnaði og varð hugsi. Honum datt í hug að teiknarinn — sem hann hafði hitt — myndi ef til vill geta komið honum í kynni við fyrirsætuna. En hann hratt hugsuninni strax frá sér! Kona, sem var fyrirsæta, hafði áreiðaniega enga hugsun í koíl- inum. Hann lagði seðilinn frá sér. „Eg komst ekki til að kaupa neitt í tilefni dagsins“, sagði hann. „Og þessvegna datt mér í hug að þig langaði kannski til að kaupa þér eitthvað sjálf . . .“ „Þúsund þakkir, vinur minn. Þú dekrar alltof mikið við mig. Þú veizt vel að ég hef gaman af að fara í búðir . . .“ Þau töluðu saman stundar- korn áður en hann fór inn til sín með peningakassann undir hendinni. Þegar hann var að láta kass- ann inn í vegghólfið, kom honum allt í einu dálítið í hug. Hann tók einn af seðlunum, bar hann upp að ljósinu og athugaði hann vandlega. Ja, var þetta ekki allt saman verk teiknarans, þetta opinskáa og jafnframt dulúðuga, þetta háleita og volduga . . . ef fyrir- sætan var í raun og veru svona, þá var hún áreiðanlega ekkert smáblóm, sem hægt væri að lesa í laumi. Hann lagði seðilinn aftur í kassann og ýtti honum inn í vegghólfið. Hann var ekki ham- ingjusamur í hjónabandinu, því fór fjarri, en allt í einu hafði hann skynjað hverfulleika alls. Skyndilega fannst honum hann vera áhorfandi, eins og hann stæði álengdar og sæi lífið streyma fagnandi framhjá. Það fór að rigna. Hann gekk út að glugganum og andaði að sér ilminum af þungum rauðum rós- um. Einhversstaðar langt í fjarska, þar sem Ijósin í Stokk- hólmi blikuðu í þokunni, var kannski á þessu augnabliki stúlka á gangi eftir regnvotri götu, há og tíguleg stúlka í ó- dýrri gagnsærri regnkápu, ósköp venjuleg stúlka, sem mundi ef til vill aldrei á ævinni líta augum þúsund króna seð- ilinn með myndinni af sér. Hún — já, einmitt hún . . . sem hefði getað verið honum eina konan meðal þúsunda. Ó. B. þýddi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.