Úrval - 01.02.1955, Side 35

Úrval - 01.02.1955, Side 35
EITT AF FURÐUVERKUM HEIMS Á KVIKMYND 33 lír greipum, og með 7. konungs- ættinni kom hrunið. Faraóar hennar sátu samtals aðeins 70 daga að völdum. Grafhýsum þeirra hefur verið hrófað upp, þau eru vesælar eftirlíkingar af dýrð og veldi fyrri tíma; í brunnum og undir gólfum must- eranna hafa fundizt brotin lík- neski og guðamyndir, sem bera vitni um uppreisnartíma. Það varð aðli og embættismönnum til björgunar, að þeir höfðu í rauninni engu ráðið, allt vald var í höndum faraós. Nú var hann sviftur dýrðarljómanum, og hin kúgaða þjóð sá aðeins venjulegan mann, grimman harðstjóra, sem með miskunnar- lausu gerræði sínu hafði um síð- ir magnað svo heiftina í brjóst- um fólksins, að það reis gegn honum. Hinir miklu þrælaher- skarar gerðu uppreisn gegn böðli sínum og öllu hans hyski. Og meðan uppreisnin fór eins og logi yfir landið, gerðist það í fyrsta skipti í sögunni, að hið þjáða mannkyn hóf upp raust sína, já, í fyrsta skipti færir maður boðskap sinn til með- bræðra sinna í letur. Fram að þeim tíma var ekki annað skráð á blað en reikningar, musteris- áletranir, og stöku sinnum skrautmyndir hirðsnákanna af húsbændum sínum. En á papýr- us finnum við samtímalýsingu á þeirri þjóðfélagsbyltingu, sem sagan greinir frá. Sá, sem skrá- ir, heitir Ipuwer og skrif sín kallar hann „Aðvaranir spá- manns". „Ég sýni þér landið í eymd og volæði,“ skrifar hann, „sá sem hafði veikan arm, er nú sterkur, sá sem var neðstur er nú efstur — hinn fátæki verð- ur ríkur, hinir ríku verða að borða af fórnarbrauðinu.“ Sá sem áður varð að láta sér nægja að spegla sig í vatninu, hefur nú fengið spegil. Ambáttir ganga með gull og gimsteina um háls- inn, en húsmæður þeirra hafa orðið að grípa betlistafinn. Börnum konungsins er kastað í múrveggi, og þeir sem áður höfðu kysst duftið við fætur hans réðust nú inn í konungs- höllina og drógu faraó út á hár- inu. Og í kjölfar uppreisnarinn- ar kom agaleysi og lögbrot; vopnaðir hermenn, asíumenn og eyðimerkurbúar herjuðu um landið, svo að bóndinn varð að plægja með vopn í hendi og bú- peningurinn lenti á flæking . . . Allt landið er orðið eyðimörk, segir Ipuwer, og hann heldur áfram og lýsir pestinni, sem kom í kjölfarið og sópaði líkun- um út í Níl, sem fyrir löngu var orðin fjöldagröf. En þetta var uppreisn, sem borin var uppi af tilfinningum, fólkið skorti foringja, sem gætu skýrt fyrir því frelsishugsjónina, svo að það gæti gripið hana og byggt á henni til frambúðar. Þessvegna leiddi þessi bylting, eins og margar síðar, aðeins til nýrrar harðstjórnar, til valdatöku að- alsins og sköpunar' lénsveldis.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.