Úrval - 01.02.1955, Síða 38

Úrval - 01.02.1955, Síða 38
36 ÚRVAL að hnýsast í: það verður að nægja, að við sem skrifum vit- um það. Það sem ég ætla að gera núna er einmitt gott dæmi um þetta. Ég finn hjá mér ómót- stæðilega löngun til að skrifa um það háleita efni, sem titill þessarar greinar segir til um. Það er gert í góðum ásetningi, en þó er eins og ég finni þeg- ar í upphafi til dálítils óró- leika af þeirri einföldu ástæðu að ég veit bókstaflega ekkert um efnið. Það er ekki aðeins, að ég er og hef alltaf verið ókvæntur, heldur get ég ekki einu sinni fært mér til tekna það smáævintýri sem nefnist trúlofun. Auk þess hef ég lítið fengizt við að grúska í lærdóms- ríkum handbókum um eðli hjóna- bandsins og hvernig því skuli lifað, og í sálfræðilegum skáld- skap um erfiðleika og ham- ingju í hjónabandinu er mér af meðfæddri ástæðu fyrirrnunað að leita halds eða trausts. Það er líkt ástatt fyrir mér og Jac- ques í sögu Anatole France, La Rótisserie de la reine Pé- dauque: það litla sem ég veit um efni mitt hef ég því miður ekki úr bókum, heldur aðeins úr ófullkominni (og óbeinni) reynslu sjálfs mín. En þessum þekkingarskorti og reynsluleysi fylgir einn kostur: ég get litið á hjóna- bandið með tilfinningum' sem næstum gætu verðskuldað heit- ið hrifning eða draumkennd að- dáun. Tahiti og Kanaríeyjar eru draumalönd margra, sem aldrei hafa stigið fæti á þess- ar eyjar eða komið nálægt þeim, og kannski einmitt þessvegna. Úr fjarlægðinni sjáum við þar einungis frið, fegurð og birtu; það er ekki fyrr en við stígum fæti á þær, að við eigum á hættu að friðurinn spillist af flugnabiti og jarðskjálftum. Þannig er hjónabandið í aug- um mínum: ég get enn litið á það sem einskonar Kanaríey þar sem ætla má að gulir fugl- ar, rauðir ávextir og krydd eigi heima, og ósk mín er að geta varðveitt þessa björtu mynd eins vel og unnt er. I reyndinni er það auðvitað aðeins sá ókvænti sem er þann- ig settur að hann getur lof- sungið hjónabandið skilyrðis- laust. Ummæli hins kvænta í þá átt eru alltaf tortryggileg; ■ einungis það sem hann kynni að segja um ókosti þess gæti íalizt hafa gildi, því að þá hefði hann enga ástæðu til að ýkja eða rangfæra. Segi hann því á hinn bóginn eitthvað til hróss, á hann á hættu að vera grunaður um, að hann láti stjórnast af óhjákvæmilegri tillitssemi við betri helming sinn — annaðhvort af ótta eða drengskap — eða þá að hrós- yrðin séu tilraun til að halda sjálfsvirðingmini, gera gott úr því, sem í rauninni er allt ann- að en gott. En þó að eiginmaðurinn geti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.