Úrval - 01.02.1955, Síða 41
HUGLEIÐINGAR UM HAMINGJU EIGINMANNSINS
39
ibeinlínis að vera orðið óþægi-
legt upphefst nú einskonar orð-
laust en auðskilið samtal milli
eiginmannsins og hinna tveggja
afla sem togast á um hann.
iKonu sinni klappar hann á
höndina í laumi og lítur á hana
með augnaráði sem segir: „Ást-
in mín, taktu þetta ekki nærri
þ)ér... ég á guði sé lof ekki
lengur neitt sameiginlegt með
þessum alvöiulausu æringjum
. . . því aö nú er ég giftur . ..
okkur líður bezt þegar við erum
ein, hjartað mitt, og þeir fara
bráöum .. . ég hélt ekki að þeir
væru svona þreytandi: ég er
alveg á sama máli og þú . . .
ég ekal ckki gefa þeim meira
-viskí.. .“
En samtímis, ósjálfrátt og
tæpast meðvitað, segir hann við
vini sína með augnaskoti, ör-
litlum áhyggjuviprum í öðru
munnvikinu og næstum ósýni-
legri bendingu: „Verið þolin-
móðir, herrar mínir, aðeins ör-
litla stund . . . þetta er því mið-
ur ekki eins og áður, en ég get
ekki gert að því. . . þvi a'ð nú
er ég giftur . . . þið ættuð að
reyna það sjálfir, þá munduð
þið skilja það . . . hún fer sjálf-
sagt að hátta bráðum, og þá
getum við rabbað saman stund-
arkorn . . . verið rólegir, hafið
svolitla biðlund, góðir hálsar
u
Og báðar þessar þöglu orð-
ræður eru einlægar, lausar við
alla hræsni og mæltar í fullri
alvöru; og þeirra er þeim mun
brýnni þörf sem eiginmaðurinn
er trygglyndari að eðlisfari og
hamingjusamari í hjónaband-
inu. Þetta er ein þeirra fáu
stunda, þegar eðlileg öfund
piparsveinsins í garð hins
kvænta getur breytzt í samúð
út af smávægilegum erfiðleik-
um hjónabandsins.
Það er nauðsynlegt hverjum
manni, hversu vel sem hann er
giftur, að finna við og við aft-
ur hið gamla sjálf sitt, gleyma
öllu, vera frjáls og barnslegur
eins og áður og umgangast
karlmenn eins og áður, áhyggju-
laus, einlægur, hávær og ef
til vill dálítið hreifur. Náttúr-
an hefur komið því þannig fyr-
ir, að hann getur aldrei allur orð-
ið maðurinn konunnar sinnar,
raunar ekki neinnar konu; það
er í sál hans eitthvað óuppræt-
anlegt, hin einfalda rómantík
drengjaáranna, sem dregur
hann þangað sem gamlir félag
ar koma saman. Konur, sem
uppgötva fljótt hina ýmsu
barnalegu eiginleika í fari karl-
mannsins, gera sér snemma
ljósa grein fyrir þessu atriði
og reyna að haga sér 1 sam-
ræmi við það: til vina sinna,
sem ekki er sem sé alltaf
heppilegt að bjóða inn fyrir
veggi heimilisins, verður hinn
hamingjusami eiginmaður að
fá að fara einn kvöld og kvöld;
og skynsöm kona lætur sér þá
lynda að vera ein heima eða
fara út á eigin spýtur. Hversu
mjcg sem hún elskar hann verð-