Úrval - 01.02.1955, Page 43
Brezkur vísindamaður gerir grein fyrir
tilraunum til ræktunar í sjó.
Fœðuöflun úr sjó.
Grein úr „The Listener",
eftir J. E. G. Raymont.
Tk/ÍEÐ hliðstjón af því að mat-
vælaframleiðslan í heimin-
um virðist ekki fylgjast með
fólksfjölguninni er eðlilegt, að
menn svipist um eftir nýjum
auðlindum, sem gætu látið
mannkyninu í té aukin matvæli.
Hefur mönnum þá orðið tíðlitið
til hinna viðáttumiklu úthafa
heimsins. Höfin þekja um tvo
þriðju hluta af yfirborði jarð-
arinnar og mætti því ætla, að
mikill hluti af fæðu mannkyns-
ins kæmi þaðan.
Það mun því koma ýmsum á
óvart að heyra, að í byrjun þess-
arar aldar var landað minna en
500.000 lestum af fiski á ári
í brezkum höfnum. Þetta er
aðeins lítill hluti af allri fæðu-
öflun þjóðarinnar og ókunnug-
ir gætu ályktað, að fiskveiðar
væru þar slælega stundaðar. Um
aldamótin voru togveiðar rétt
að byrja og eftir að þær komu
til sögunnar jókst aflinn jafnt
og þétt og var árið 1937 helm-
ingi meiri: 700.000 lestum af
hvítfiski eingöngu var þá land-
að í brezkum höfnum. (Til
samanburðar má nefna að upp-
skeran í Bretlandi og Irlandi
sama ár var 42 milljón lesta
og nautakjötsframleiðslan 13
millj.). Sjósókn jókst þó miklu
meira en sem svarar til þess-
arar aflaukningar. Sótt var á
æ fleiri og f jarlægari mið, eink-
um í norðurhöfum, en jafn-
framt þvarr veiði á heimimið-
um, sums staðar svo að alger
þurrð varð. Var þetta ótvíræð
vísbending um ofveiði.
Á stríðsárunum fengu fiski-
miðin að vera í friði, enda var
aflinn betri fyrst á eftir, en
fljótt sótti í sama horf, og nú
er öllum ljóst, að ofveiði er
mikil vá. Af hvalveiðum er
sömu sögu að segja. Ofveiði á
undanförnum áratugum hefur
að heita má útrýmt hvölum í
norðurhöfum og augljóst er, að
ýtrustu varkárni er þörf, ef
ekki á að fara eins í suðurhöf-
um.
Það er að vísu rétt, að í
nokkrum vanyrktum löndum
mætti auka aflann með bætt-
um veiðiaðferðum, en ekki er
líklegt, að unnt sé að auka
heildaraflann í heiminum svo