Úrval - 01.02.1955, Síða 46

Úrval - 01.02.1955, Síða 46
44 ITRVAL eins og bændur myndu kalla hann, er ekki hægt að nýta til fæðu. Þar við bætist, að jafn- óðum og þarinn dó hljóp rotn- un í hann, og jafnvel þó að drjúgur hluti af þeim næring- arefnum, sem bundin voru í honum, bærust sjónum þannig aftur olli rotnunin óhollustu í lóninu. Seinna höfðum við að- stöðu til að gera tilraunir í miklu stærra lóni og var það opið til sjávar, þannig að eðli- leg hringrás varð í því. Það kom í Ijós, að einnig hér varð mikil aukning á plöntusvifinu, og að áburðurinn nýttist svo fljótt, að tiltölulega lítið af honum tapaðist til sjávar úti fyrir. Einnig hér hljóp vaxtar- kippur í alla hina löngu keðju dýralífs, og á tveim árum óx upp auðugt botndýralíf í lón- inu. I rauðsprettu, sern sett var í lónið, hljóp einnig vaxtar- kippur, að minnsta kosti eins mikill, ef ekki meiri en í litla lóninu. Það er þannig hugsan- legt, að með aukinni þekkingu á dýralífskeðjunni í sjónum, verði hægt að stunda fiskirækt í einhverri mynd í þar til hæf- um lónum, sem hafa tiltölulega lítið samband við sjóinn úti fyr- ir. Eitt vandamálið er tap á áburði, sem fer í allskonar „ill- gresi“ (þara og einnig dýr, sem ekki eru fæða fyrir fisk). Annað vandamál er að velja rétta fiskitegund til ræktunar. Megingallinn er þó, að ekki skuli vera hægt að komast hjá öllum hinum mörgu milliliðum, sem óhjákvæmlega valda mik- illi sóun. Nýlega var skipuð tilrauna- nefnd, sem ég er þátttakandi í, og á hún að prófa í smáum stíl að hve miklu leyti er hægt að nota áburð til að fá fram þétt- an plöntusvifsgróður. Eftir að við höfum síað sjóinn til að ná i'ir honum öllu svifi, er hann settur í steypt ker um einn fermetra að flatarmáli. Þá er settur í hann áburður, um 250 grömm, og síðan er sett í hann einhver tegund plöntusvifs, hreinræktuð. Við höfum getað kornið af stað nokkrum vexti á þennan hátt, en við erum enn að leita að tegund, sem unir vel lífsskilyrðum eins og þau eru í kerunum. Eitt af því sem heftir vöxtinn, ef fá á þéttan gróður, er skortur á kolsýru í sjónum. Við ætlum því að bæta kolsýru 1 sjóinn, fyrst hreinni, en af því að kerin eru nálægt raforkuveri, sem gefur frá sér mikið af úrgangslofttegundum, er ætlunin að reyna að nota þær, ef okkur tekst að hreinsa þær án mikils kostnaðar. Ætlunin er að nýta þetta plöntusvif beint. Hægt er að ná því með því að sía sjóinn, eða með skilvindum, sem er betra. Þetta kann að reynast erfitt, og verið getur, að ann- ar hlekkur í dýralífskeðjunni, annað hvort dýrasvif eða skel- fiskur, reynist hagkvæmari til nýtingar sem fæða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.