Úrval - 01.02.1955, Síða 47
FÆÐUÖFLUN ÚR SJÓ
45
I sumar sem leið dvaldi ég í
Bandaríkjunum og vann þá að
tilraunum til að rækta dýra-
svif í kerum. Ósíaður sjór var
settur í tvö ker, sem tóku um
20 rúmmetra hvort og síðan var
bætt í þau um 100 grömmum
af fosfór- og köfnunarefnis-
áburði. Eftir tvær eða þrjár
vikur var kominn þéttur plöntu-
svifsgróður í kerin og nokkru
seinna ótrúlega mikið af rauð-
átu (codepods), sem venjulega
er meginuppistaðan í dýrasvif-
inu. Rauðátumagnið var miklu
meira það sem nokkurn tíma
finnst í sjónum, jafnvel þar sem
mest er. Einnig virtist sem
rauðátan þrifist ágætlega við
lífsskilyrðin í kerunum.
Tilgangurinn með tilraunum
eins og þessum er að ganga úr
skugga um hvort unnt sé að
auka uppskeruna úr sjónum. Við
vitum ekki enn hvaða tegund-
ir er bezt að rækta eða hvað
áburðurinn sem við notum eyk-
ur mikið uppskeruna. Efna-
hagshliðin á þessum ræktunar-
málum er enn mjög á huldu.
Enginn mun láta sér til hugar
koma að byggja stór steypu-
ker í þessum tilgangi, en hugs-
anlegt er, að ræktun í stórum
lónum geti borgað sig.
I fátækum, vanyrktum lönd-
um gæti ræktun af þessu tagi
bætt úr brýnni þörf. Þar er
oft tiltakanlegur skortur á
eggjahvítuefnum í fæðunni, en
svifið er einmitt mjög auðugt
af eggjahvítuefnum. Rann-
sóknir á frjósemi sjávarins eru
enn á byrjunarstigi. En þær
eru hugtækar frá vísindalegu
sjónarmiði og gætu reynzt arð-
bærar. En sérhver ræktun í sjó
mundi þó aldrei geta átt nema
lítinn þátt í að auka matvæla-
framleiðsluna í heiminum.
Fæðuskorturinn í heiminum er
þó svo alvarlegt mál, að sér-
hver tilraun til að bæta úr hon-
um er þess virði að hún sé
reynd. Eins og er, er uppsker-
an úr sjónum sáralítil í sam-
anburði við frjósemi hans og
ber að meta að verðleikum
hverja tilraun til að auka hana.
Það er vandi að velja . . .
Hún kom inn i herrabúð og ætlaði að kaupa afmælisgjöf
handa manni sínum.
„Þverslaufa — hvernig lízt yður á að gefa honum þverslaufu ?“
spurði afgreiðslustúlkan, „þær eru mjög í tízku um þessar
mundir.“
„Það þýðir ekki, hann er með alskegg."
„En bindi?“
„Það er heldur ekki til neins, hann er með sítt alskegg."
„Kannski væri reynandi að gefa honum prjónavesti ?“
„Nei, það er tilgangsiaust, henn hefur mjög sítt alskegg."
„En — þá mætti kannski reyna legghlífar?“