Úrval - 01.02.1955, Page 52

Úrval - 01.02.1955, Page 52
50 ÚRVAL nm og á eftir var hann mátt- farinn, næstum dofinn af kvöl- um. Það tók hálftíma að losa hvert bindi um sig og setja nýtt og engum nema Geneviéve tókst að gera það án þess að Heinz æpti af kvölum. KVÖLD EITT — það var 29. apríl — hringdi Langlais ofursti og spurði hvort ég hefði tíma til að borða hjá sér kvöld- verð og hvort ég vildi taka Geneviéve með. Eftir máltíðina leit ofurstinn á Geneviéve og gat þess að hann ætti von á de Castries yfirhershöfðingja. — Ég skil ekki af hverju hann kemur ekki, sagði hann, ég hafði hugsað mér að við fengj- um okkur briddsslag. Ég sá að Geneviéve varð undrandi. — En ég hafði hugs- að mér að fara aftur á spítal- ann, sagði hún. — Verið róleg, sagði ofurst- inn. Það var nánast eins og skipun og ég sá hvað Geneviéve þjáðist af vitundinni um að eyða tímanum til einskis. I sömu svifum kom yfirhershöfð- inginn inn og Guerin undir- ofursti með honum. Hershöfð- inginn gekk rakleitt til Gene- viéve. — Sælar, Geneviéve, sagði hann, ég er hérna með lítilræði handa yður. Því næst rétti hann henni stórt umslag og hún reif það upp. Og þarna í lófa henn- ar lá merki Heiðursfylkingar- innar með rauða borðanum og við hlið þess Stríðskrossinn með gylltu pálmalaufin. Hershöfð- inginn tók þau úr lófa hennar og festi þau á barm hennar og kyssti hana á báðar kinnar eins og siður er. Geneviéve gat ekki kornið upp nokkru orði. Þegar við komum aftur á spítalann föðmuðu allir hana að sér og Bacus, sem jafnan var stuttur í spuna, sagði: „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er vitni að því að verðugur hlýt- ur viðurkenningu!“ Við reynd- um seinna að fá hana til að sýna særðu hermönnunum heið- ursmerkin. En þá hvarf bros- ið af andliti hennar. Hún tók af sér merkin og stakk þeim í vasann. Svo hristi hún höfuðið. „Nei,“ sagði hún. ,,Þá fyrst þeg- ar þeir hafa hlotið sína viður- kenningu mun ég taka mér stöðu við hlið þeirra með merkin mín í barminum!“ ^PÍTALAPLÁSS okkar var ^ upphaflega ætlað fyrir 200 sjúklinga. En á hverjum degi bættust tugir og jafnvel hundr- uð særðra manna við. Fyrir utan heyrðust látlausar skot- drunur. Við biðum eftir hjálp- inni sem aldrei kom. Þann 6. maí gerði setuliðið síðustu tilraun til að brjótast út, en hún mistókst. Klukkan hálfsex um kvöldið voru skot- færin á þrotum. Fallbyssur óvinanna þögnuðu einnig. Kom- ið var inn með særðan mann. Það var Le Boudec undirfor-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.