Úrval - 01.02.1955, Page 52
50
ÚRVAL
nm og á eftir var hann mátt-
farinn, næstum dofinn af kvöl-
um. Það tók hálftíma að losa
hvert bindi um sig og setja nýtt
og engum nema Geneviéve tókst
að gera það án þess að Heinz
æpti af kvölum.
KVÖLD EITT — það var 29.
apríl — hringdi Langlais
ofursti og spurði hvort ég hefði
tíma til að borða hjá sér kvöld-
verð og hvort ég vildi taka
Geneviéve með. Eftir máltíðina
leit ofurstinn á Geneviéve og
gat þess að hann ætti von á
de Castries yfirhershöfðingja.
— Ég skil ekki af hverju hann
kemur ekki, sagði hann, ég
hafði hugsað mér að við fengj-
um okkur briddsslag.
Ég sá að Geneviéve varð
undrandi. — En ég hafði hugs-
að mér að fara aftur á spítal-
ann, sagði hún.
— Verið róleg, sagði ofurst-
inn. Það var nánast eins og
skipun og ég sá hvað Geneviéve
þjáðist af vitundinni um að
eyða tímanum til einskis. I
sömu svifum kom yfirhershöfð-
inginn inn og Guerin undir-
ofursti með honum. Hershöfð-
inginn gekk rakleitt til Gene-
viéve.
— Sælar, Geneviéve, sagði
hann, ég er hérna með lítilræði
handa yður. Því næst rétti hann
henni stórt umslag og hún reif
það upp. Og þarna í lófa henn-
ar lá merki Heiðursfylkingar-
innar með rauða borðanum og
við hlið þess Stríðskrossinn með
gylltu pálmalaufin. Hershöfð-
inginn tók þau úr lófa hennar
og festi þau á barm hennar og
kyssti hana á báðar kinnar eins
og siður er. Geneviéve gat ekki
kornið upp nokkru orði.
Þegar við komum aftur á
spítalann föðmuðu allir hana að
sér og Bacus, sem jafnan var
stuttur í spuna, sagði: „Þetta
er í fyrsta skipti sem ég er
vitni að því að verðugur hlýt-
ur viðurkenningu!“ Við reynd-
um seinna að fá hana til að
sýna særðu hermönnunum heið-
ursmerkin. En þá hvarf bros-
ið af andliti hennar. Hún tók
af sér merkin og stakk þeim í
vasann. Svo hristi hún höfuðið.
„Nei,“ sagði hún. ,,Þá fyrst þeg-
ar þeir hafa hlotið sína viður-
kenningu mun ég taka mér
stöðu við hlið þeirra með
merkin mín í barminum!“
^PÍTALAPLÁSS okkar var
^ upphaflega ætlað fyrir 200
sjúklinga. En á hverjum degi
bættust tugir og jafnvel hundr-
uð særðra manna við. Fyrir
utan heyrðust látlausar skot-
drunur. Við biðum eftir hjálp-
inni sem aldrei kom.
Þann 6. maí gerði setuliðið
síðustu tilraun til að brjótast
út, en hún mistókst. Klukkan
hálfsex um kvöldið voru skot-
færin á þrotum. Fallbyssur
óvinanna þögnuðu einnig. Kom-
ið var inn með særðan mann.
Það var Le Boudec undirfor-