Úrval - 01.02.1955, Síða 58
56
ÚRVAL
af ketti, sem skemmti sér við
að horfa á borðtennisleik, sem
iðkaður var tvö kvöld í viku í
leikfimisal skammt frá þar sem
hann átti heima. Stundvíslega
klukkan sjö kom kisa, settist
upp í glugga og horfði með
athygli á leikinn. Hvernig kisa
gat vitað, hvenær var þriðju-
dagur og föstudagur og hvenær
klukkan var sjö á þessum dög-
um var og er hulin ráðgáta.
Fuglar og óæðri dýr hafa
svipað tímaskyn, og þó að ýmis-
legt bendi til að það sé háð
samspili ytri og innri verkana,
hefur mönnum enn ekki tekizt
að finna í hverju þessar gagn-
verkanir eru fólgnar.
I Hafrannsóknarstofnuninni
í Woods Hole í Bandaríkjunum
hafa verið gerðar ýmsar próf-
anir á tímaskyni nokkurra ame-
rískra fjörukrabba. Þetta eru
smáir krabbar, um þumlung á
lengd, og þeir eru gæddir þeim
eiginleika að geta skipt um lit.
Á daginn eru þeir dökkir og
næstum samlitir dökkum f jöru-
sandinum sem þeir eru á. En á
nóttinni eru þeir Ijósgráir.
Krabbarnir liaga þannig lita-
skiptum sínum algerlega eftir
Ijósaskiptunum. Það er þó ekki
þannig, að þeir hagi litaskipt-
um sínum nákvæmiega eftir
umhverfinu á hverjum' tíma.
Þeir eru t. d. búnir að skipta
úr ljósgráu í dökkgrátt áður
en lýsa tekur af degi. Þeir virð-
ast yfirleitt algerlega óháðir
ytri áhrifum. Þó að þeir séu
hafðir í lokuðum klefa þar sem
birtan er eins allan sólarhring-
inn, breyta þeir um lit nákvæm-
lega í samræmi við sólarupp-
komu og sólarlag.
Þetta nákvæma viðbragðs-
kerfi þeirra sýnir jafnvel enn
óbrigðulli samstillingu við um-
hverfið. Sandurinn er dekkstur
þegar hann er rakur. Þegar út-
fall er hafast krabbarnir við á
votum sandinum sem nýkom-
inn er undan sjó. Þá eru þeir
dekkstir. Með aðfallinu hafast
þeir við á þurrum, ljósum sand-
inum og þá eru þeir ögn ljós-
ari á lit. Þeir skipta þannig
ekki aðeins um lit eftir gangi
sólar, heldur einnig eftir gangi
sjávarfalla. Einnig í lokuðum
klefa haga litaskiptin sér eftir
flóði og fjöru. Séu krabbar frá.
mismunandi strandhéruðum
hafðir saman í búri, haga hver
um sig litaskiptum sínum eft-
ir sjávarfallatíma ,,sinnar“
strandai'.
Þannig fylgir tímaskyn
þessara smávöxnu krabbadýra
tveim tímakerfum: annarsveg-
ar tímakerfi sólarinnar með-
24 tíma háttkvæmni og hins-
vegar tímakerfi tunglsins, sem
ræður flóði og fjöru, með 12^
tíma háttkvæmni.
Nokkur vísbending um gang
þessa innra klukkuverks fékkst
þegar krabbarnir voru látnir
þola mismunandi hita. Þeir
voru látnir í kulda, sem var ná-
lægt frostmarki, en við það
stöðvaðist næstum öll líffæra-