Úrval - 01.02.1955, Síða 61
Heimur vor er nn í kraumandi galdrapotti atómorkunnar. Þaö sem er í
þessum mikla potti sjáum vér aðeins grilla í öðru hvoru gegnum þá gufu-
•mekki, sem œsiblaðamennska, evangelistar og pólitískir áróðursmenn þyrla
upp: hervæðing, verkföll, striðshótanir, milliríkjaorðsendingar, váldarán,
hjálparstarfsemi, borgarastyrjaldir, samsæri, uppreisnir, kreppur, hermdar-
verk, járn- og ba-mbustjöld o. s. frv. — En almenningur eygir ekki neina
Keild, neitt mynztur, neinn tilgang í öllu þessu. Hver sveit, hvert land og
hver heimsálfa, já hver einstaklingur er bundinn við sín eigin vandamál,
sem takmarka útsýnið; og ekki batnar þaö við, að fréttaþjónustan bregður
kíkinum stundum fyrir blinda augað eða snýr honum við svo að óþcegilegar
staðreyndir þokast út í fjarskann, eða kíkinum er beint að nálægum smá-
munum, sem þekja állt sjónarsviðið. Hvað er hungurdauði nokkurra tug
þúsunda nafnlausra Austurlandábiia í samanbúrði við vœngbrotinn snjó-
tittling á bcejarhlaðinu ? — En mitt í þessari ringúlreið eru að
verki öfl, sem leitast við að skapa yfirsýn, rétt hlut-
föll og samhengi. I þeim hópi eru þeir sem safna
i hagskýrslur siaðreyndum úr lifi fólksms
og jarðarinnar, flétta saman hina ó-
teljandi lausu þrœði í þurrar
tölur, sem í heild sinni
gefa oss einkar
Ijósa
eftir Bent Nielsen.
Miðdepill heimsins.
Vér sem teljumst til hvíta
kynstofnsins höfum tilhneig-
ingu til að líta á oss sem
drottnara heimsins, og þó að
vér séum ekki í orði haldin
kynþáttafordómum, hættir oss
til að líta á hinar þeldökku
þjóðir heimsins sem einskonar
eftirlegukindur í barnahópi
drottins, nánast víxlspor á
sköpunarvegi hans. Sannleik-
urinn er hinsvegar sá, að það
er hvíti kynstofninn sem er
minnihlutakynþáttur — aðeins
í Evrópu og Norðurameríku er
hann í meirihluta. Með sínar
845 milljónir telur hann um
þriðjung af íbúum jarðarinnar.
í Asíu lifa 1000 milljónir og þar
eru auk þess sex af sjö fólks-
flestu ríkjum jarðarinnar —
Kína með 568 milljónir, Ind-
land 389, Sovétríkin 210, Japan