Úrval - 01.02.1955, Side 64
62
ÚRVAL
stundu, af afleiðingum vaneldis
og hungurs, ekki af því að
skortur sé á matvælum í heim-
inum, heldur af því að þeim er
ójafnt skipt. Samtímis því sem
matvælaframleiðslan í ýmsum
Austurasíuríkjum hefur minnk-
að um 15—20% miðað við það
sem hún var rétt fyrir stríðið,
hefur hún í Bandaríkjunum og
ýmsum Evrópulöndum vaxið
drjúgum fram yfir það sem
hægt er að koma í lóg. Matvæla-
birgðir hafa hrógast upp — og
stundum verið eyðilagðar, af
því að efnahagserfiðleikar,
pólitísk sundurþykkja, flutn-
ingaörðugleikar o. fl. er Þránd-
ur í Götu þess að hægt sé að
koma þeim þangað sem þörfin
er fyrir. Skorturinn skapar í
rauninni vítahring: hann lamar
vinnugetu og vinnuáhuga fólks-
ins, sem aftur hefur í för með
sér minni framleiðslu og lé-
legri lífskjör.
P. S. Meðalárstekjur í Bandaríkj-
unuvi voru árið 1951 llf50 doll-
arar, og á Norðurlöndum 800
dollarar —■ en í Pakistan 51, Kína
27 og Indónesíu 25 dollarar . . .
Nœringarsérfrœðingar hafa reikn-
að út að lágmarksþörf mannsins
sé 2600 hitueiningar á dag (og
ættu helzt að vera yfir 3000) —
en Indónesar og Indverjar verða
að láta sér nægja 1880 og 1700
hitaeiningar á dag, og það af
mjög einhœfum mat; kjöt, mjólk
°0 e,J!l sjást þar að heita má
ekki. Svo miklu og stöðugu van-
eldi fylgja langvinnir sjúkdómar.
Samkvœrnt upplýsingum frá.
Heilsuverndarstofnun S. þ. sýkj-
ast árlega um 300 milljónvr manna
af malaríu og af þeim deyja um
3 milljónir. Berkladauðinn er um
5 milljónir á ári. Kynsjúkdómar
og holdsveiki eru skelfileg plága
í mörgum vanyrktum löndum, þdr
sem hvorki eru lceknar, lyf né
sjúkrahús að neinu gagni fyrir
fjöldann. Öllu þessu fylgir, að
meðalævin í þessum löndum er
óhugnanlega stutt. Hjá oss nálg-
ast hún nú 70 ár — í Brasilíu er
hún 37 ár, í Indónesíu 32, og í
Kína aðeins 30 ár. Af sömu á-
stœðu er ungbarndauði i Egypta-
. landi og á Eilippseyjum 5—7 sinn-
um meiri en á Norðurlöndum.
Meira einræði en lýðræði.
Kaldastríðið sem háð er um
heimsyfirráðin, hefur skipt
heiminum í austurblökk og vest-
urblökk. Þessi valdabarátta
milli austurs og vesturs skyggir
á þá staðreynd, að til er þriðja
blökkin, sem er hlutlaus í þess-
um átökum, og jafnframt
stærst. Bandaríkin og hernað-
arbandamenn þeirra sem mynda
vesturblökkina telja 500 millj-
ónir, innan sinna vébanda,
Sovétríkin og bandamenn þeirra
í austurblökkinni 800 milljónir,
en 1000 milljónir manna hafa
kosið að standa utan við þess-
ar tvær fylkingar. Fyrir þetta
fólk varðar mestu að fá meiri
mat, betri híbýli, heilsusam-
legri og tryggari kjör, og skipt-