Úrval - 01.02.1955, Síða 67
Jonny Rieger hefur gert eftirfarandi
útdrátt úr þúsimd ára gamalli dag-
bók japanskrar hirðmeyjar.
„KODDABÓKIN
Úr bókinni „Makura no Sosji“,
eftir Sei Sjonagon.
AÐ SEM aðrir hafa and-
„ styggð á kalla ég gott, og
það sem aðrir hrósa geri ég
lítið úr. Þetta opnar öllum sýn
inn í hjarta mitt. Þessvegna þyk-
ir mér miður, að þessar minnis-
greinar mínar skuli hafa komizt
í hendur svo margra.“ Þannig
skrifaði Sei Sjonagon í eftir-
mála að „Koddabók11 sinni, sem
er eitt af elztu meistaraverkum
japanslcrar menningar og hlotið
hefur sess í heimsbókmenntun-
um.
Hver var Sei Sjonagon og
hvað er „Koddabók“ ?
Sei Sjonagon var af ætt, sem
öldum saman hafði fengizt við
ritstörf. Hún fæddist kringum
árið 968, kom snemma til jap-
önsku keisarahirðarinnar og
varð hirðmær og trúnaðarvinur
hinnar ungu keisaradrottning-
ar í Heidan, sem nú heitir
Kyoto.
I þessum ævintýralega heimi
skrifaði hirðmærin Sei dagbæk-
ur sínar. Kunnust þeirra er
Makura no Sosji — minnisgrein-
ar undir koddanum, myndum
við líklega kalla hana. Makura
er japanskur koddi, sem konur
notuðu til stuðnings við hnakk-
ann svo að hin dýrmæta og viða-
mikla hárgreiðsla færi ekki úr
skorðum. Og Sosji er sérstök
tegund dagbókar. Efni hennar
er ekki atburðir skráðir í réttri
tímaröð, heldur hugleiðingar og
hugdettur, hripaðar niður í
skyndi og geymdar undir kodd-
anum. Jafnframt gefur titillinn
til kynna, að bókin sé prýðilega
til þess fallin að lesa hana í
rúminu.
í bókinni eru ljóðræn þanka-
brot, hugleiðingar um atburði
daglegs lífs, og er hún ómetan-
leg menningarsöguleg heimild.
Myndu margar þjóðir vilja mik-
ið til gefa að eiga slíkar þúsund
ára gamlar minnisgreinar.
I kafla framarlega í bókinni,
sem heitir AQ gerast hirðmœr
lýsir Sei Sjonagon af kvenleg-
um yndisþokka smáatviki í
sambandi við kynni sín af
Korechica, bróður keisara-
drottningarinnar: „Hann þreif
nú blítt af mér blævænginn,
einu hlíf mína. Um leið fannst
mér, að hárgreiðslu minni og