Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 80
78
Ú R V A L
Systurnar báðu honum grátandi
griða og reyndu að hjálpa hon-
um, ýmist með því að halda í
hann eða berja Holmes. Báðar
sóru, að ef honum væri fleygt
fyrir borð, myndu þær kasta sér
á eftir honum. Holmes sleit As-
kins lausan og fleygði honum
útbyrðis. Andartaki síðar
stukku systurnar fyrir borð á
eftir honum.
Þennan dag var sjö mönnum
til viðbótar drekkt; daginn eft-
ir fóru þrír sömu leiðina, og
höfðu þá sextán manns horfið
í hafið til þess að létta á björg-
unarbátnum. Og þessi fjölda-
morð báru tilætlaðan árangur.
Báturinn var nú miklu léttari
á sjónum og tók ekki eins mik-
inn sjó á sig, enda þótt halda
þyrfti áfram að ausa án afláts.
Engum skipverja — aðeins
farþegum — hafði verið varpað
útbyrðis. Þeir sem eftir voru,
voru svo máttfarnir af hungri,
ótta og kulda, að þeir lágu
hreyfingarlausir í bátnum. Á
þriðja degi, þegar flestir báts-
verjar höfðu gefið upp alla von,
kom Holmes auga á skip í
f jarska. Hann þreif sjal af herð-
um einnar konunnar og veifaði
því ákaft. Samtímis skipaði
hann mönnum sínum að setjast
undir árar og róa í áttina til
skipsins. Þeir gripu áramar
loppnum höndum, en varla hafði
þeim tekizt að snúa bátnum í
áttina til skipsins, þegar það
hvarf á bak við ísjaka. Nokkr-
ar mínútur liðu í ugg og kvíða,
en svo komið skipið aftur í Ijós.
Holmes veifaði sjalinu. Allt í
einu kallaði hann: „Þeir hafa
séð okkur, þeir eru að koma!“
Þetta var rétt. Skipið breytti
um stefnu og nálgaðist hægt.
Það var skonnortan Crescent á
leið frá New York til Havre í
Frakklandi. Skipbrotsmenn voru
teknir um borð og svo var hald-
ið áfram til Frakklands. Flestir
skipbrotsmannanna, þeirra á
meðal Rhodes, fóru til Banda-
ríkjanna skömmu síðar. Þar
fréttu þeir, að önnur skonnorta
hefði bjargað skipbrotsmönnun-
um á jullunni eftir sex daga
hrakninga.
Yfirmennirnir á Crescent
höfðu fyrstir manna fengið vit-
neskju um fjöldamorðin, sem
framin höfðu verið undir stjórn
Rhodes. Brátt hafði sagan bor-
izt um öll Bandaríkin og vakti
almenna reiði. Blöðin skrifuðu
heilar síður um málið, og í rit-
stjórnargreinum var þess kraf-
izt, að mál væri höfðað gegn
yfirmönnum skipsins og Holmes
og Murray fyrir „hörku og
mannúðarleysi", með beinni og
óbeinni þátttöku sinni í því sem
eitt blaðið kallaði „fjöldamorð
á saklausu fólki, sem skipverj-
um bar skylda til að vernda'h
Saksóknari ríkisins fól sak-
sóknara Philadelphiuborgar,
sem var heimahöfn skonnort-
unnar, að taka málið upp. Þegar
hér var komið sögu, höfðu Harr-
is skipstjóra og Rhodes stýri-
manni boðizt stöður á skonn-