Úrval - 01.02.1955, Page 84
ÚRVAL
«2
sök er enn hulin gáta. Hitt vita
menn, að rauðu blóðkornin
sökkva hraðar þegar þau eru
límd saman í klasa; það eru
breytingar á eggjahvítuefnum
blóðvatnsins, sem valda því, að
blóðkornin límast saman, og þær
breytingar verða þegar eitt-
hvert mikilvægt líffæri sýkist
-eða skemmist.
Þegar sænski læknirinn dr.
Robin Fahraeus fann upp sökk-
prófið árið 1918, kom engum til
hugar, að það yrði jafndýrmætt
tæki til sjúkdómsgreiningar og
raun hefur á orðið. Um fjöl-
marga sjúkdóma á það við nú,
frekar en nokkru sinni fyrr, að
því fyrr sem þeir finnast, því
meiri líkur eru til að hægt verði
að lækna þá, eða halda þeim í
skefjum að minnsta kosti; og
til þess hefur sökkprófið reynzt
ómetanlegt.
Ibúar La Gomera, sem er ein Kanaríeyjanna,
geta lalað saman um allt milli
himins og jarðar á blíst-
ursmáli sínu.
Blístursmálið á La Gomera„
Grein úr „Magasinet11,
eftir Anny jVIarvig-Rubin.
GAMALL smali situr við hlið
mér og segir mér frá blíst-
ursmálinu á La Gomera. La
Gomera er eini staðurinn í heim-
inum þar sem til er fullkomið
blístursmál — svo fullkomið,
að los gomeros, frumbyggjar
eyjunnar, geta talað saman frá
einum fjallshrygg til annars,
yfir djúpa dali, margra km
breiða. Já, á kvöldi dags í kyrru,
fallegu veðri geta þeir jafnvel
talazt við milli eyja yfir mílu
breitt sund. Og þetta eru raun-
verulegar samræður, ekki aðeins
einföld hljóðtákn — þeir geta
raunverulega talað um allt milli
himins og jarðar. Eyjarskeggjar
geta tjáð ást sína á blístur-
málinu, sagt skrítlur, flutt
kvæði og haldið ræður.
Gamli smalinn er manna fróð-
astur um þe'tta mál, enda eru
það einkum hjarðmennirnir,
sem búa hátt í fjallshlíðunum,
sem nota mest eZ lenguaje sil-