Úrval - 01.02.1955, Page 85

Úrval - 01.02.1955, Page 85
83 BLÍSTURSMÁLIÐ Á LA GCMERA i>ado — blístursmálið. Áður fyrr var það miklu útbreiddara. Hver einasti Gomeri lærði það þegar í bernsku samtímis talmálinu, jafnvel fyrr. Fyrst lærðu þeir að þekkja merkingu hinna ýmsu hljóða: því næst lærðu þeir að blístra hreint — „tala skýrt“. — Erfiðast er auðvitað að læra að greina hin hárfínu tilbrigði, sem miklu máli skipta. Gamli smalinn sagði mér, að greindur drengur gæti lært blístursmálið á einum mánuði. En fullorð- inn maður sé mörg ár að læra það. Kvenfólkið blístrar líka, en nær aldrei jafnsterkum tónum og getur því ekki talast við jafn- langar leiðir. Samtal Gomera á blísturs- máli er jafnnáttúrlegt, sjálfsagt og hversdagslegt og samtal á venjulegu máli. Stundum tala margir í einu, hlæja og gera að gamni sínu. í eyrum ókunn- ugra hljómar þetta eins og söngur margra fugla, en sjálfir eru Gomerar ekki í vandræðum að greina í sundur blístrið. Öðru hvoru gellur við hlátur upp úr miðju blístrinu, það er þegar einhver hefur sagt eitthvað skemmtilegt . . . Strax og ég kom til Kanarí- eyjanna, rak ég augun í aug- lýsingu í dagblaði. ítölsk út- varpsstöð óskaði eftir að kom- ast í samband við nokkra Go- mera, sem kynnu blístursmálið til fullnustu. Þessi auglýsing vakti áhuga minn á málinu, og varð til þess að ég komst í sam- band við gamla smalann. Hann taldi, að blísturmálið hefði ver- ið til á La Gomera frá fyrstu tíð, það hefði verið frummál eyjar- skeggja. En aðrar heimildir, gamlar þjóðsögur og sagnarit- arar fyrri tíma, segja frá því, að rómverskur landsstjóri í Norður-Afríku hafi eitt sinn refsað þegnum sínum fyrir mót- þróa við sig með því að láta skera úr þeim tunguna og flytja þá í útlegð til smáeyjunnar La Gomera í kanaríska eyjaklasan- um. Segir sagan, að til þess að gera sig skiljanlega hver fyrir öðrum, hafi útlagarnir fundið upp blístursmálið, en til þess að tala það, þarf ekki tungu. Úr þessu varð smám saman full- komið ,,tungumál“, sem gekk í arf til eftirkomendanna, — það reyndist svo hagkvæmt á þess- ari fjöllóttu eyju, að ekki var hætta á að það gleymdist. Og eftir því sem tímar liðu, fágað- ist það og varð blæbrigðarík- ara, unz það gat túlkað næst- um hvað sem var. Gestgjafi minn á Kanaríeyj- unum, Don Erique, sagði mér frá því, að eitt sinn hefði hann ætlað að baða sig í sjónum und- ir háu, snarbröttu klettabelti. En þegar hann kom niður í f jör- una, uppgötvaði hann, að hann, hafði gleymt sundskýlunni sinni uppi í þorpinu,þar sem hann bjó. Hann bað Gomera, sem var nær- staddur, að nálgast fyrir sig skýluna, og sagði honum hvar hún væri geymd í herberginu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue: 1. hefti (01.02.1955)
https://timarit.is/issue/432011

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. hefti (01.02.1955)

Actions: