Úrval - 01.02.1955, Page 104

Úrval - 01.02.1955, Page 104
102 ÚRVAL hljóðið er óskaplegt. „Miskunn- arlausa náttúra!“ tauta ég með sjálfri mér. Þegar ég kem að lindinni, sé ég að það er hvítur refur í gildr- unni. Það er Mikkel. En bíðum við! Gildran hefur ekki fallið eins og hún á að gera. Refur- inn er að krafsa í snjóinn og reyna að losa sig. Ég hleyp til að opna gildr- una. Mikkel lyftir höfðinu. Hann er ómeiddur, en horfir ásakandi á mig. Hann virðist vera þyrst- ur. Ég hleyp heim til þess að sækja heita mjólk. Mér finnst heimurinn hafa gerbreytzt. Það er jafnvel fagnaðarhreimur í brimhljóðinu. Mikkel er ennþá lifandi! Þegar ég kem aftur að gildr- unni er Mikkel horfinn. En mað- urinn minn er kominn. „Mér datt það í hug,“ segir hann. „Þú bjargaðir lífi hans. Ég sá hann hlaupa inn með firðinum.“ Daginn eftir játa ég fyrir Karli að ég hafi hleypt Mikkel úr gildrunni. Hann hlær. „Það gerir ekkert til. Skinnið var ekki gott.“ Svo bætir hann við: „Mikkel lendir ekki oftar í gildru. Hann verður elzti og slungnasti refurinn á Svalbarða. Hann á eftir að eignast hundrað yrðlinga.“ Við sáum Mikkel aldrei aftur. * Ég er ein í kofanum og það er blindbylur. Hríðin skall á fyr- ir níu dögum, nokkrum klukku- tímum eftir að karlmennirnir voru lagðir af stað í langa veiði- ferð. Ég var nývoknuð, þegar mað- urinn minn kom í dyragættina og sagði: „Við erum að fara. Við getum ekki beðið lengur eft- ir því að veðrið skáni. Við ætt- um að vera komnir aftur eftir þrettán daga, en þú skalt ekki verða hrædd þó að við verðum lengur.“ Um hádegisbilið herti veðrið. Það hvein og ýlfraði í hríðinni. Ég fór að hugsa um hvort ör- ugglega væri frá öllu gengið og þaut út úr kofanum. Það sá ekki út úr augunum fyrir byl. Veðurhljóðið færðist í aukana og það var óvistlegt í kofamun. Það sló niður í ofninn, og enda þótt ég kappkynti var hráslaga- legt í herberginu. Svo drapst á lampanum. Ég fór að leita að olíuflöskunni í myrkrinu. Hún var tóm. Olíutunnan var geymd úti, og mig langaði ekkert til að leita hana uppi í myrkinu. Ef til vill rataði ég ekki heim aftur. Ég fór upp í rúmið til þess að spara dýrmætt eldsneytið. En ég gat ekki sofnað. Ég fór að hugsa um mennina tvo, sem háðu harða baráttu við hríðina og myrkrið. Skyldi veiðikofinn þeirra vera flæddur, þegar þeir kæmust þangað ? Þeir höf ðu sagt mér að í norðanveðrum flæddi sjórinn alveg upp að kof- anum. , Þegar ég opnaði dyrnar næsta morgun, brá mér í brún, því að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.