Úrval - 01.02.1955, Page 108
106
orval,
ið, að ég líði um blikandi fjalla-
tindana, gegnum hvíta dalina.
Karl kallar á mig og ýtir mér
inn í kofann. ,,Þú verður að
vera skynsöm." Karlmennirnir
skipa mér að vera kyrri inni.
Karl færir mér stóran
skammt af kjöti, eins og matur
sé lyf allra meina. ,,Borðaðu“,
segir hann. ,,Þú ert of grönn til
að þola vetrarmyrkrið. Það er
óþarfi að spara kjötið. Bráðum
kemur ísinn, og þá fáum við
nóg af bjarnarkjöti.“
Ég er búin að missa alla löng-
un til að sinna heimilisstörfun-
um, en karlmennirnir keppast
við að baka vöfflur og allskon-
ar kökur, því að nú líður að
jólum. Allir veiðimenn á Sval-
barða eru önnum kafnir við
jólabaksturinn um þetta leyti,
jafnvel þeir, sem hafa verið ein-
ir árum saman. Næsti nágranni
okkar, hann Sveinn gamli Ohl-
sen, sem býr í 60 mílna f jarlægð,
hefur það orð á sér, að jólakök-
urnar hans endist fram á vor.
Jólakvöldið er yndislegt. Við
komumst í hátíðaskap þegar við
kveikjum á jólatrénu, sem Karl
hefur smíðað. Borðið er hlaðið
jólagjöfum. Karl hefur tálgað
handa mér smádiska úr rauð-
viðarborðfæti, sem rak á fjör-
una. Við Hermann gefum Karli
teikningar, sem lýsa lífi hans
næsta vetur. Hann langaði til
að hafa Lappastúlku hjá sér, og
hér er hún kominn. Hún veiðir
refi og birni og lagar kaffi, en
Karl hugsar um þríburana, sem
hún hefur alið honum.
Jólamaturinn er lostæti ■—
rjúpur með hrísgrjónum og
aprikósum og karamellubúðing-
ur búinn til úr æðarfuglseggj-
um og dósamjólk. Það er dá-
lítið sjóbragð af búðingnum, en
karlmennirnir sleikja diskana,
og Karl segir að slíkan búðing
fái maður hvergi nema á Ritz.
Nú hefur verið myrkur í
sjötíu og átta daga, og enn eru
fimmtíu og fjórir dagar þang-
að til sólin gægist upp yfir
sjóndeildarhringinn í suðri. Þeg-
ar maður lifir í þessari eilífu
kyrrð og myrkri, fara skilning-
arvitin að bregða á leik. Oftar
og oftar birtist einkennileg sýn
fyrir hugskotssjónum mínum.
Eg sé blóm og tré hins f jarlæga
sólarheims, litrík og fögur. En
mér finnst fólkið, sem lifir í
veröld birtunnar vera fjarlæg-
ara og smærra. Það er kvíðið og
niðurlútt. Fáir koma auga á
dýrð sólarinnar.
Á morgnana sitjum við þög-
ul við borðið og hlýjum okkur
á höndunum með kaffibollunum.
Við erum orðin föl og áhyggju-
full. Ég er hætt að fylgjast með
því hve löngum tíma karlmenn-
irnir eyða í að moka snjóinn
frá dyrunum. Fari maður út fyr-
ir þröskuldinn, ætlar maður
varla að ná andanum. Það er
raki undir rúmunum og þuml-
ungsþykkur klaki á veggjunum
kring um þau.