Úrval - 01.02.1955, Page 108

Úrval - 01.02.1955, Page 108
106 orval, ið, að ég líði um blikandi fjalla- tindana, gegnum hvíta dalina. Karl kallar á mig og ýtir mér inn í kofann. ,,Þú verður að vera skynsöm." Karlmennirnir skipa mér að vera kyrri inni. Karl færir mér stóran skammt af kjöti, eins og matur sé lyf allra meina. ,,Borðaðu“, segir hann. ,,Þú ert of grönn til að þola vetrarmyrkrið. Það er óþarfi að spara kjötið. Bráðum kemur ísinn, og þá fáum við nóg af bjarnarkjöti.“ Ég er búin að missa alla löng- un til að sinna heimilisstörfun- um, en karlmennirnir keppast við að baka vöfflur og allskon- ar kökur, því að nú líður að jólum. Allir veiðimenn á Sval- barða eru önnum kafnir við jólabaksturinn um þetta leyti, jafnvel þeir, sem hafa verið ein- ir árum saman. Næsti nágranni okkar, hann Sveinn gamli Ohl- sen, sem býr í 60 mílna f jarlægð, hefur það orð á sér, að jólakök- urnar hans endist fram á vor. Jólakvöldið er yndislegt. Við komumst í hátíðaskap þegar við kveikjum á jólatrénu, sem Karl hefur smíðað. Borðið er hlaðið jólagjöfum. Karl hefur tálgað handa mér smádiska úr rauð- viðarborðfæti, sem rak á fjör- una. Við Hermann gefum Karli teikningar, sem lýsa lífi hans næsta vetur. Hann langaði til að hafa Lappastúlku hjá sér, og hér er hún kominn. Hún veiðir refi og birni og lagar kaffi, en Karl hugsar um þríburana, sem hún hefur alið honum. Jólamaturinn er lostæti ■— rjúpur með hrísgrjónum og aprikósum og karamellubúðing- ur búinn til úr æðarfuglseggj- um og dósamjólk. Það er dá- lítið sjóbragð af búðingnum, en karlmennirnir sleikja diskana, og Karl segir að slíkan búðing fái maður hvergi nema á Ritz. Nú hefur verið myrkur í sjötíu og átta daga, og enn eru fimmtíu og fjórir dagar þang- að til sólin gægist upp yfir sjóndeildarhringinn í suðri. Þeg- ar maður lifir í þessari eilífu kyrrð og myrkri, fara skilning- arvitin að bregða á leik. Oftar og oftar birtist einkennileg sýn fyrir hugskotssjónum mínum. Eg sé blóm og tré hins f jarlæga sólarheims, litrík og fögur. En mér finnst fólkið, sem lifir í veröld birtunnar vera fjarlæg- ara og smærra. Það er kvíðið og niðurlútt. Fáir koma auga á dýrð sólarinnar. Á morgnana sitjum við þög- ul við borðið og hlýjum okkur á höndunum með kaffibollunum. Við erum orðin föl og áhyggju- full. Ég er hætt að fylgjast með því hve löngum tíma karlmenn- irnir eyða í að moka snjóinn frá dyrunum. Fari maður út fyr- ir þröskuldinn, ætlar maður varla að ná andanum. Það er raki undir rúmunum og þuml- ungsþykkur klaki á veggjunum kring um þau.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.