Bókatíðindi - 01.12.2000, Page 4
Islenskar barna-og unglingabækur
ADDA TRÚLOFAST
Jenna og
Hreiðar Stefánsson
Þetta er síðasta bókin um
Öddu. Adda stendur nú á
mörkum æsku og fullorð-
insára. Margt gerist í lífi
hennar eins og áður og
hún kynnist ýmsum hlið-
um mannlífsins í sorg og
gleði. I bókarlok verða
tímamót í lífi Öddu; hún
lýkur menntaskólanum,
kveður bernskuheimili
sitt og heldur vonglöð til
fundar við framtíðina
með þeim ástvini sem
hún hefur valið sér.
Öddubækurnar eru með-
al vinsælustu barnabóka
sem út hafa komið á ís-
landi.
102 blaðsíður.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-469-0
Leiðb.verð: 1.980 kr.
ALLIR MEÐ STRÆTÓ
Guðbergur Bergsson
og Halldór Baldursson
Áður fyrr ók strætó um
borgina fullur af fólki. I
vagninum ríkti sátt og
samlyndi, ríkir og fátæk-
ir, ungir og gamlir sátu
saman. En farþegum
fækkaði því að allir eign-
uðust bíla nema gamlir
karlar og kerlingar og
krakkar. Borgarstjórinn
ákveður að strætó megi
aðeins aka um fimm göt-
ur. Lítið kraftaverk gerist
þegar barn og tré koma
til sögunnar og ganga til
liðs við vagnstjórann
sem ekki vill gefast upp.
Einstaklega fyndin og
ljúf saga, heillar börn á
öllum aldri. Þetta er
önnur barnabók Guð-
bergs í frábærum bún-
ingi Halldórs Baldurs-
sonar teiknara.
31 blaðsíða.
JPV FORLAG
ISBN 9979-761-08-3
Leiðb.verð: 1.980 kr.
AMMA SEGÐU MÉR...
Textagerð:
Ingunn Ásdísardóttir
Myndskr.:
Erla Sigurðardóttir
Barnabarnið spyr og
amma svarar og saman
skrá þau í bókina ómet-
anlegan fjársjóð upplýs-
inga um æsku og þroska-
ár ömm arnar eru í bók-
inni og út frá þeim
ótæmandi möguleikar til
að gefa hugmyndaflug-
inu lausan tauminn.
Samstarfið verður dýr-
mætur tengiliður kyn-
slóðanna.
- Amma, áttir þú tölvu
þegar þú varst stelpa?
Bókin er skreytt fjölda
litríkra teikninga eftir
Erlu Sigurðardóttur.
70 blaðsíður.
Gjörningar ehf.
ISBN 9979-9478-1-0
Leiðb.verð: 3.850 kr.
BARA HEPPNI
Helgi Jónsson
Ný unglingabók eftir
Helga Jónsson, sem hef-
ur sent frá sér fjölmargar
bækur á undanförnum
árum, þ.á.m. metsölu-
bækurnar Allt í sleik og
Rauðu augun. Þessi nýja
bók á örugglega eftir að
vekja mikla athygli.
,,Bara heppni er mjög
áhrifarík bók sem dansar
á milli þess að vera fynd-
in og sorgleg. Hér er á
ferðinni vönduð og raun-
sæ saga sem snertir
mann. Þetta er unglinga-
bók sem ég hvet ekki síð-
ur fullorðna til að lesa,
enda á hún fullt erindi
til allra aldurshópa."
- Stefán Hilmarsson,
tónlistarmaður.
130 blaðsíður.
Bókaútgáfan Tindur
Dreifing: Isbók
ISBN 9979-9350-5-7
Leiðb.verð: 2.290 kr.
BARDAGINN VIÐ
BREKKU-BLEIK
Hjörtur Gíslason
Sjálfstætt framhald af
bókinni Garðar og Gló-
blesi. Garðar litli Hansson
er orðinn dugmikill, efni-
legur unglingur og vinirn-
ir Glóblesi og Hrímfaxi
stæltir og fallegir hestar.
Vorið rennur upp og fol-
arnir fara á ijall með fé-
lögum sínum og njóta þar
lífsins. Áföll og sorgir
gleyma samt engum og
Garðar og Glóblesi fá að