Bókatíðindi - 01.12.2000, Page 34
Þýddar barna-og unglingabækur
Myndir: Érik Plouffe
Litur: Linda Rousseau
Þýðing: Eirfkur Hreinn
Finnbogason
Fjögur sígild ævintýri
fyrir börn ásamt litríkum
myndskreytingum.
Gott innlegg í bóka-
safn barnanna.
Krydd í tilveruna
ISBN 9979-9401-6-6
Leiðb.verð: 1.180 kr.
Stubbarnir:
LITLA LAMBIÐ
SNJÓSTUBBURINN
Sjónvarpsþættirnir um
Stubbana (Teletubbies)
hafa farið sigurför um
heiminn að undanförnu.
Nú birtast fyrstu sögurn-
ar um þá á bók.
24 blaðsíður.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1475-9
/-1476-7
Leiðb.verð: 690 kr. hvor.
LITLI ÍSBJÖRN -
Skildu mig ekki
einan eftir
Hans de Beer
Þýðing: Helga K.
Einarsdóttir
Lassi litli ísbjarnar-
húnn finnur dag einn lít-
inn sleðahundshvolp í
sprungu. Hann bjargar
hvolpinum og ætlar að
koma honum heim til
hundamömmu. Þeir lenda
í ýmsum ævintýrum og
hættum, ekki síst vegna
þess hve hvolpurinn
Nanuk er mikill vargur.
En allt fer vel að lokum
og Lassi og Nanuk verða
vinir.
32 blaðsíður.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-470-4
Leiðb.verð: 1.880 kr.
LITLI OFURHUGINN
Jon Blake
Myndskr.: Martin
Chatterton
Þýðing: Árni Árnason
Dóttir mesta ofurhuga í
heimi þráir að sýna jafn
ótrúleg ofdirfskuatriði og
pabbi hennar frekar en
að þurfa að gera við bux-
urnar af honum. Þegar
aðalkeppinauturinn, Jonni
Bravó, kemst að skelfi-
legu leyndarmáli föður
hennar grípur Ofurhug-
inn litli tækifærið. Fynd-
in og skemmtileg bók
handa ungum lesendum.
64 blaðsíður.
Æskan ehf.
ISBN 9979-767-00-6
Leiðb.verð: 1.490 kr.
LÍNA HELDUR AF-
MÆLISVEISLU
Astrid Lindgren
Þýðing: Sigrún
Árnadóttir
Línu langsokk þekkja
allir krakkar. Hér heldur
hún afmælisveislu fyrir
Tomma og Önnu og þar
gengur töluvert á. Hest-
urinn og apinn taka þátt
í fjörinu en sem betur fer
er það misskilningur að
vofur séu á ferðinni. Bók-
ina prýða nýjar teikningar
þýska listamannsins Rolfs
Rettich.
27 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2042-7
Leiðb.verð: 1.890 kr.
LÆRUM AÐ TEIKNA
ÆVINTÝRIN OKKAR
Philippe Legendre
Ný bók í flokknum Lær-
um að teikna. Áður
komnar Lærum að teikna
gæludýrin og húsdýrin
eru báðar uppseldar. Hér
er tekist á við ævintýra-
persónur eins og álfa,
tröll, nornir, dreka og
margt fleira. Beitt er sér-
stakri aðferð til að kenna
börnum að teikna. Þetta er
ótrúlega auðvelt, skemmti-
legt og skapandi og börnin
una sér tímunum saman
við þessa skemmtilegu
iðju.
28 blaðsíður.
Fjölvi
ISBN 9979-58-338-X
Leiðb.verð: 980 kr.
Möllubækurnar
MALLA FER í LEIK-
SKÓLA
MALLA FERí SUND
Lucy Cousins
Með því að lyfta flipa
eða toga í sepa eru börn-
in í leik með Möllu við
að mála, og leika sér eins
og börn gera í leikskóla.
Eða þau hjálpa henni úr
fötunum og í sundbolinn
áður en hún hoppar út í
laugina.
16 blaðsíður hvor bók.
Æskan ehf.
ISBN 9979-9411-1-1/-2-X
Leiðb.verð: 1.290 kr. hvor.
32