Bókatíðindi - 01.12.2000, Page 58
íslensk skáldverk
ásjár hjá lögfræðingnum
Stellu Blómkvist og brátt
er Stella flækt í mál sem
tengjast bókmenntaheim-
inum, sjónvarpinu, ný-
búum, kynlífsþrældómi,
valdamönnum en um-
fram allt: henni sjálfri. Er
málið að vaxa Stellu yfir
höfuð? Lesandinn kemst
að því í þessari viðburða-
ríku og hröðu sakamála-
sögu um Stellu Blóm-
kvist, en fyrri bókin um
hana, Moiðið í stjórnar-
ráðinu, hlaut miklar og
verðskuldaðar vinsældir.
207 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2092-3
Leiðb.verð: 1.599 kr.
MYNDIN AF
HEIMINUM
Pétur Gunnarsson
Sköpun heimsins, Is-
lands, mannsins - þetta
eru yrkisefni Péturs
Gunnarssonar í þessari
metnaðarfullu og glæsi-
legu skáldsögu. Um leið
og sögumaður brýtur til
mergjar miklar spurning-
ar um hinstu rök, þarf
hann að kljást við þær í
eigin lífi — svo úr verður
spennandi og einstak-
lega gefandi saga, skrifuð
af þeirri fyndni, dýpt og
mannlegu hlýju sem ein-
kenna skáldskap Péturs
Gunnarssonar.
250 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2121-0
Leiðb.verð: 4.290 kr.
MÝRIN
Arnaldur Indriðason
Roskinn maður finnst
myrtur í kjallaraíbúð í
Norðurmýri. I þessari
nýju glæpasögu Arnalds
Indriðasonar standa rann-
sóknarlögreglumennirn-
ir Erlendur og Sigurður
Óli frammi fyrir óvenju
flóknu verkefni sem teyg-
ir anga sína inn í myrka
fortíð en tengist nútíman-
um einnig á áþreifanleg-
an hátt. Þetta er snjöll
spennusaga með marg-
slungnum söguþræði.
281 blaðsíða.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1498-8
Leiðb.verð: 3.990 kr.
( IDDA
LUG
GUÐRÚN HELGADÓ'mR
ODDAFLUG
Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir er
einn þekktasti rithöfund-
ur þjóðarinnar en hér
kemur hún að lesendum
úr óvæntri átt. Oddaflug
er litrík fjölskyldusaga
um Katrínu Ketilsdóttur,
dætur hennar fjórar og
einkasoninn sem hún
missti á unga aldri. Líf
þeirra virðist í föstum
skorðum en ekki er allt
sem sýnist og undir liggja
óuppgerð, sársaukafull
mál. Sögur þeirra fléttast
saman í heillandi frá-
sögn um ást og söknuð,
gleði og sorg, svik og
vonbrigði - líf og dauða.
Oddaflug er ógleymanleg
saga sem snertir lesand-
ann djúpt.
260 blaðsíður.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1506-2
Leiðb.verð: 4.280 kr.
Ósýnilega konan
SQ TRIÓIÐ LEIKUR OG SYNQUR
SIGURÐUR GUOMUNDSSON
ÓSÝNILEGA KONAN
SG tríóið
syngur og leikur
Sigurður Guðmundsson
í myndlistarmanninum
og heimshornaflakkaran-
um Sigurði Guðmunds-
syni búa þrjár persónur
sem sífellt takast á: Kall-
inn Sigurður, Konan Sig-
urður og Hulstrið Sig-
urður. Þessar persónur
lifa lífi höfundar í eitt ár,
takast á um verk hans,
horfa á líf hans og list
með augum kynjanna
þriggja. Kyngreining Sig-
urðar á sjálfum sér og
þeirri menningu sem
hann er hluti af fæðir af
sér óvenjulegar og heim-
spekilegar myndir af til-
vist okkar, oft spaugilegar
og á skjön við viðteknar
hugmyndir um veruleik-
ann og tungumálið. Höf-
undur er einn þekktasti
myndlistarmaður okkar
Islendinga.
182 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2016-8
Leiðb.verð: 3.980 kr.
56