Bókatíðindi - 01.12.2000, Síða 94
Ljóð
raun fyrsta ljóðasafnið
sem prentað var á ís-
lensku. Með nokkrum
rétti má segja að hún sé
sýnisbók kristilegs kveð-
skapar tveggja alda þótt
tímabilið eftir siðbreyt-
ingu sé náttúrlega fyrir-
ferðarmest í henni. Þar
með sýnir hún samfell-
una í trúarlegum skáld-
skap á Islandi. Fyrir ís-
lenska bókmenntasögu
er hún líklega þýðingar-
mesta rit sem Guðbrand-
ur biskup gaf út að Biblí-
unni frátalinni. Hinar
fyrri útgáfur Vísnabókar
eru nú allar ófáanlegar
auk þess sem þær eru
torlæsilegar nútímafólki.
Þessi útgáfa ætti því að
verða kærkomin öllum
þeim sem unna bók-
menntum þessa myrka
tímabils.
544 blaðsíður.
Háskólaútgáfan/Bók-
menntafræðistofhun HI
ISBN 9979-9011-7-9
Leiðb.verð: 5.980 kr.
ÆTTJARÐARLJÓÐ Á
ATÓMÖLD
Matthías Johannessen
Ljóðabók Matthíasar Jo-
hannessen, Ættjarðarljóð
á atómöld, sem út kom í
fyrra á bók, er nú komin
á lesbók, í flutningi höf-
undar. Þessi bók geymir
djúphugulan skáldskap
sem enginn ljóðaunn-
andi ætti að láta framhjá
sér fara. Matthías les hér
einnig valin ljóð úr bók-
um sínum Borgin hló og
Hólmgönguljóð.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1450-3 (disk-
ur)/-1451-1 (snælda)
Leiðb.verð: 2.490 b:.
ÖLL FALLEGU ORÐIN
Linda Vilhjálmsdóttir
Fjórða ljóðabók Lindu er
heildstæður ljóðabálkur
um ást, söknuð og sárs-
auka sem miðlar djúpum
tilfinningum á áhrifamik-
inn hátt. Þar koma til ör-
ugg tök skáldsins á ljóð-
máli og fágætt næmi
hennar fyrir stíl og hrynj-
andi tungumálsins. Skáld-
konan hefur með fyrri
bókum sínum skipað sér
í röð fremstu ljóðskálda
samtímans, en fyrri bæk-
ur hennar eru Bláþráður,
Klakabörnin, en fyrir
hana hlaut Linda Menn-
ingarverðlaun DV fyrir
bókmenntir 1992, og Vals-
ar úr síðustu siglingu.
53 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2048-6
Leiðb.verð: 2.980 kr.
VORFLAUTA
Ágústína Jónsdóttir
Skörp myndgáfa og
myndvísi einkenna ljóð
Ágústínu sem leitast við
að fanga horfin augnablik
og kenndir í meitluðu
ljóðmáli. Ástir, söknuður,
íhugun og sjálfsrýni, allt
eru þetta mikilsverðir
þættir í fágaðri ljóðlist
hennar. Þetta er fimmta
ljóðabók Ágústínu, en
fyrsta bók hennar, Að
baki mánans, kom út árið
1994.
87 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2106-7
Leiðb.verð: 3.490 kr.
Þú ert kominn á slóðina - eftirleikurinn verður auðveldur
www.boksala.is
bók/ai& /túdei\t a
Stúdentaheimilinu við Hringbraut • Sími 5700 777
92