Bókatíðindi - 01.12.2000, Side 112
Fræði og bækur almenns efnis
KRISTNI Á ÍSLANDI
Ritstj.: Hjalti Hugason
Krístni á Islandi er gefið
út af Alþingi í tilefni af
1000 ára kristni á Is-
landi. Verkinu er ætlað
að varpa ljósi á kristna
menningu Islendinga frá
upphafi til loka 20. aldar
og skiptist í fjögur bindi:
1. Islensk frumkristni
og upphaf kirkju fjallar
um trúarlega menningu
fram um miðbik 12. ald-
ar. A þessu tímaskeiði
gekk þjóðin gegnum
menningarleg straum-
hvörf þegar hún sneri
baki við fornum norræn-
um átrúnaði.
2. Islenskt þjóðfélag og
Rómakirkja nær yfir
sögu þjóðarinnar frá
miðri 12. öld og til þess
tíma er ný viðhorf í trú-
arefnum tóku að gera
vart við sig á 16. öld. Þá
breyttist kirkjan í yfir-
þjóðlega stofnun sem lét
sér annt um líf sérhvers
manns frá fæðingu til
dauða og reyndi að móta
samfélagið til samræmis
við það sem þekktist
annars staðar í hinum
kristna heimi.
3. Frá siðaskiptum til
upplýsingar fjallar um
lútherska siðbreytingu til
loka upplýsingaraldar. A
þessu langa tímabili urðu
margvíslegar breytingar á
íslenskri menningu og
samfélagi, sem siðbreyt-
ingin átti þátt í. Rakin
eru tengsl kirkju og sam-
félags á ýmsum sviðum
þjóðlífsins.
4. Til móts við nútím-
ann segir frá því hvernig
kristið bændasamfélag
mætti frelsishugmynd-
um nútímans. Trúarhug-
myndir og trúarhættir í
kirkju og koti eru skoðuð
í ljósi stjórnmálaþróunar.
Einnig er sagt frá því
hvernig kirkjan samdi sig
að stöðugt vaxandi fjöl-
hyggju.
Alþingi
Dreifing: Hið íslenska
bókmenntafélag
ISBN 9979-888-08-3
Leiðb.verð: 19.800 kr.
KUML OG HAUGFÉ
úr heiðnum sið
á íslandi
Kristján Eldjárn
Ritstj.: Adolf Friðriksson
Fyrsta útgáfa þessa mikla
verks kom út 1956, heim-
ildarrit fornleifafræðinga
um íslenskar víkingaald-
arminjar og fróðleikslest-
ur fyrir almenning. Bók-
inni var fádæma vel tek-
ið, hún festi sig fljótt í
sessi sem grundvallarrit
um upphafssögu þjóðar-
innar og hefur æ síðan
verið nauðsynleg hand-
bók og fraeðirit hverjum
þeim sem rannsakar forn-
menningu Islendinga. í
þessa nýju útgáfu hefur
Adolf Friðriksson forn-
leifafræðingur aukið vit-
neskju um þau kuml
sem fundist hafa frá því
að bókin kom fýrst út og
annarri nýrri vitneskju
um viðfangsefni hennar.
Hann hefur grandskoðað
upphaflega textann, end-
urbætt með viðbótum og
endurskoðað, þótt þær
niðurstöður sem Kristján
Eldjárn komst að fyrir
tæpri hálfri öld standi enn
óhaggaðar í öllum aðalat-
riðum. Bókina prýða um
400 myndir, ljósmyndir,
teikningar og kort. Hún er
gefin út í samvinnu við
Fornleifastofnun og Þjóð-
minjasafnið.
615 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2107-5
Leiðb.verð: 6.990 kr.
KVENNA MEGIN
íslensk heimspeki VIII
Sigríður Þorgeirsdóttir
Hér fara heimspekilegar
ritgerðir frá sjónarhorni
kvenna- og kynjafræða,
þar sem höfundur ræðir
kvennasiðfræði, frelsið
og fjölskylduna, jafnrétti,
kvennapólitík o.fl.
130 blaðsíður.
Hið ísl. bókmenntafélag
KVENNA
MEGIN
ISBN 9979-66-097-X
Leiðb.verð: 2.900 kr.
KVÆÐASKAPUR
lcelandic Epic Song
Hreinn Steingrímsson
Islenskur rímnakveðskap-
ur var eitt helsta bók-
menntaform á íslandi frá
því á 14. öld og fram
undir aldamótin 1900. Af
ýmsum ástæðum hefur
sáralítið verið fjallað um
þetta listform á síðustu
áratugum. I bókinni rann-
sakar Hreinn Steingríms-
son einkum listina að
kveða rímur, þ.e. tónlist-
ina sem tengist rímun-
um. Heimildir hans voru
upptökur sem gerðar
110