Bókatíðindi - 01.12.2000, Page 134
Fræði og bækur almenns efnis
framt fyrir fræðimenn,
grúskara og aðra þá er
unna fornri menningu
íslendinga.
Sjá nánar: www.jola-
bok.is
225 blaðsíður.
Fósturmold ehf.
ISBN 9979-60-585-5
Leiðb.verð: 2.980 kr.
WAGNER OG
VÖLSUNGAR
Niflungahringurinn og
íslenskar fornbók-
menntir
Árni Björnsson
Wagner var gott ljóð-
skáld og samdi allan
texta við óperur sínar
fjórar sem mynda Nifl-
ungahringinn. Lengi hafa
menn talið að meginupp-
sprettu efnisins væri að
finna í þýskum miðalda-
kveðskap þótt ljóst væri
að skáldið leitaði líka
fanga í heimi Eddu og
Völsunga sögu. Með sam-
anburði á textum leiðir
höfundur hins vegar í
ljós að langstærstur hluti
af aðfengnum hugmynd-
um í Niflungahringnum
er sóttur í íslenskar bók-
menntir. Einnig segir frá
ævi og samtíma Wagners
og sögu norrænna fræða f
Þýskalandi til að varpa
ljósi á tengsl Wagners við
íslenskan menningararf.
222 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1963-1
Leiðb.verð: 4.290 kr.
The Wineland
MUlenntum
THE WINELAND
MILLENNIUM
Saga and Evidence
Páll Bergþórsson
Þýðing: Anna Yates
Ensk útgáfa bókarinnar
Vínlandsgátan sem kom
út árið 1997 og var þá til-
nefnd til Islensku bók-
menntaverðlaunanna.
Hér er fjallað um landa-
fundi norrænna manna í
Vesturheimi á grundvelli
Grænlendinga sögu og
Eiríks sögu rauða. Lýs-
ingar sagnanna eru born-
ar saman við þá þekk-
ingu sem afla má á ann-
an hátt um siglingatækni
fornmanna, staðhætti,
loftslag, gróður og dýra-
líf í Vesturheimi og þjóð-
hætti indíána og inúíta.
Höfundur skoðar gamlar
sagnir af nýjum og heill-
andi sjónarhóli sem þó
stendur á traustum, fræði-
legum grunni. Forseti Is-
lands, Ólafur Ragnar
Grímsson, ritar formálsorð.
304 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2035-4
Leiðb.verð: 3.980 kr.
Egilsstöðum
Kaupvangi 6 • Egilsstaðir
S. 470 1200
ÞÁ HNEGGJAÐI
FREYFAXI
Rannsóknarrit um
Hrafnkels sögu
Freysgoða
Jón Hnefill
Aðalsteinsson
I ritinu birtast nokkrar
eldri ritgerðir höfundar
um staðfræði sögunnar
og minjar í Hrafnkelsdal,
en meginhluti bókarinn-
ar er ný rannsókn, þar
sem kannaðar eru til hlít-
ar rætur sögunnar og
dregin fram dæmi um
hugsanlegar arfsagnir
sem höfundur kynni að
hafa stuðst við og aug-
ljósan uppspuna eða
skáldskap í sögunni.
Þessi nýja rannsókn breyt-
ir verulega fyrri niður-
stöðum fræðimanna um
Hrafnkels sögu Freysgoða.
200 blaðsíður.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-431-7
Leiðb.verð: 3.200 kr.
ÞRÁ ALDANNA
Ellen G. White
Þýðing: Gissur Ó.
Erlingsson
Bókin Þrá aldanna hefur
fyrir löngu skipað sér
sess á meðal sígildra trú-
arrita. Bókin er byggð á
guðspjöllunum og fjallar
um líf og starf BCrists.
Höfundurinn Ellen
Gould White (1827-
1915) var geysilega af-
kastamikill rithöfundur
og talin mest þýddi kven-
rithöfundur bókmennta-
sögunnar. Hafa rit hennar
verið þýdd á meira en
140 tungumál. í bókinni
leitast höfundurinn við
að kynna Jesú Krist sem
þann sem getur uppfyllt
sérhverja þörf mannsins.
Aftast í bókinni er at-
riðaskrá og skrá yfir ritn-
ingarvers.
656 blaðsíður.
Frækornið - bókaforlag
aðventista
ISBN 9979-873-31-0
Leiðb.verð: 3.500 kr.
ÞRIÐJUDAGAR
MEÐ MORRIE
Mitch Albom
132