Bókatíðindi - 01.12.2000, Blaðsíða 135
Fræði og bækur almenns efnis
Þýðing: Ármann Örn
Ármannsson
Bók um hugrekki, visku,
ástina og hvernig lifa eigi
lífinu og horfast í augu
við dauðann. Þekktur
blaðamaður í Bandaríkj-
unum, Mitch Albom,
komst á snoðir um að
gamli kennarinn hans,
Morrie Schwarts, þjáðist
af ólæknandi sjúkdómi.
Hann tók að heimsækja
hann reglulega á hverjum
þriðjudegi. Þeir röbbuðu
um lífið og tilveruna - og
úr varð athyglisverð og
hrífandi leiðsögn um lífið.
Margföld metsölubók víða
um lönd.
192 blaðsíður.
Nýja Bókafélagið
ISBN : 9979-9418-9-8
Leiðb.verð: 2.680 kr.
ÖLDIN FIMMTÁNDA
1401-1500
Óskar Guðmundsson
Fimmtánda öldin hefur
stundum verið kölluð
hin myrka öld Islands-
sögunnar, öld sem fáir
vita mikið um og hefur
verið sveipuð dulúð og
leynd í hugum margra.
En öldin var ekki at-
burðasnauð, öðru nær.
Höfðingjar riðu um héruð
með yfirgangi og tókust
á, sægreifar söfnuðu auði
og kvenskörungar eins og
Ólöf ríka voru áberandi í
íslensku þjóðlífi. Fimmt-
ánda öldin var öld öfga
til góðs og ills og um-
brotatími í íslenskri sögu.
Þessu kemur Óskar Guð-
mundsson öllu til skila í
þessu nýja bindi Ald-
anna, dregur fram minn-
isverð tíðindi og fróð-
leiksmola, skýrir atburði
og segir frá breyskum
biskupum og ráðríkum
hirðstjórum, morðum og
misþyrmingum, glæsi-
brúðkaupum og gjálífi í
klaustrum, hirðskáldum
og vikivökum, plágum og
pestum, híbýlaháttum,
mataræði, verslun og við-
skiptum, og dregur upp
lifandi myndir af mann-
lífi miðalda.
Öldin er nú litprentuð í
fyrsta sinn og er í bókinni
fjöldi litmynda af lista-
verkum og fornum minj-
um. Öldin fimmtánda er
glæsileg viðbót við bóka-
flokkinn Aldirnar, sem
til er á hverju íslensku
menningarheimili.
240 blaðsíður.
Iðunn
ISBN 9979-1-0378-7
Leiðb.verð: 4.980 kr.
Öttar Guðmundsson
Fegurð Irfs
og feigðar
Er ástæða til að óttast dauðann?
----- Ottar Guðmundsson læknir
varpar fágætu Ijósi á órjúfanlegt
samspil lífs og dauða.
EISTIN AÐ UFA
FISTIN AÐ DEYJA
HUGLEIÐINGAR L€KNIS UM LlF OG DAUÐA
ÓTTAR GUÐMUNDSSON
J|j0
JPV FORLAG
Lynghálsi 10 • Sími 525 0405