Bókatíðindi - 01.12.2000, Page 163
Handbækur
um að auka sjálfstraust
fólks í matargerð og fá
það til að slaka á í eld-
húsinu. Allir - meira að
segja þeir sem haldnir
eru eldamennskufælni -
geta eldað réttina hans
Jamie.
250 blaðsíður.
PP Forlag
ISBN 9979-760-00-1
Leiðb.verð: 3.980 kr.
KORTABÓK ÍSLANDS
Sérlega handhæg korta-
bók sem sniðin er að
þörfum þeirra sem ferð-
ast um Island. Lands-
hlutakort í mælikvarða
1:300 000 eru prentuð í
náttúrulegum litum og
geyma nýjustu upplýs-
ingar um vegi landsins
og ferðaþjónustu. Einnig
er að finna í bókinni ná-
kvæm kort af Reykjavík
og þrjátíu öðrum þéttbýl-
isstöðum, upplýsingar
um söfn og sundlaugar á
Islandi og ítarlega nafna-
skrá yfir landshlutakort-
in. Kortabók Máls og
menningar hlaut alþjóð-
legu verðlaunin Besta
kortabók heims 2000.
126 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2002-8
Leiðb.verð: 2.900 kr.
kilja, 3.900 kr. ib.
KORTASETT AF
ÍSLANDI
Ferðakort í mælikvarða
1:600 000 og fjögur fjórð-
ungskort í mælikvarða
1:300 000 í vönduðu
hulstri og fallegri öskju
sem hentar frábærlega til
ferðalaga. Kortin eru
prentuð í náttúrulegum
litum og geyma nýjustu
upplýsingar um vegi og
ferðaþjónustu. Á bakhlið
þeirra eru lýsingar og lit-
myndir af helstu nátt-
úruperlum landsins. fs-
landskort Máls og menn-
ingar hlutu alþjóðlegu
verðlaunin Besti korta-
flokkur heims 1999.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1858-9
Leiðb.verð: 4.500 kr.
KRYDD
Þráinn Lárusson
Kryddnotkun má rekja
til árdaga mannkyns.
Enn erum við að gera
sömu tilraunir og
frummaðurinn, að nota
rætur, fræ, grös eða börk
á matinn, og sífellt eykst
áhugi fólks á nýstárleg-
um kryddjurtum. Bókin
fjallar um fjölmargar
kryddtegundir, algengar
og sjaldfengnari og
aldrei fyrr hefur dular-
fullur heimur kryddsins
verið jafn aðgengilegur
íslenskum lesendum.
Bókin er ríkulega mynd-
skreytt. Falleg, fróðleg og
hagnýt bók fyrir almenn-
ing og fagmenn eftir ís-
lenskan matreiðslumann
í Oaxaca í Mexíkó.
258 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2102-4
Leiðb.verð: 4.990 kr.
LÁTTU EKKI
SMÁMÁLIN ERGJA ÞIG
Richard Carlson
Þýðing: Guðjón Ingi
Guðjónsson
í hundrað knöppum og
auðskildum smágreinum
gerir hinn kunni banda-
ríski sálfræðingur grein
fýrir því hvernig komast
megi hjá streitu í daglega
lífinu. Allir vilja eiga
ánægjulegt, friðsælt og
hamingjuríkt líf. Það er
hægt að ná því markmiði
á undraskömmum tíma.
Við verðum einungis að
skoða vandamál hvers-
dagsins frá nýju sjónar-
horni og hætta að láta
smámálin ergja okkur.
261 blaðsíða.
Forlagið
ISBN 9979-53-406-0
Leiðb.verð: 3.990 kr.
LEARNING ICELANDIC
Hér fá erlendir byrjendur
einfalda en trausta leið-
sögn við fyrstu skrefin í
íslenskunámi. Fimmtán
leskaflar, glósulistar og
ítarleg málfræði. Allar
skýringar og glósur eru á
ensku. Fjöldi teikninga
skýrir efnið enn frekar.
Hlustunarefni fylgir með
bókinni. Höfundarnir,
Auður Einarsdóttir, Guð-
rún Theódórsdóttir, María
Garðarsdóttir og Sigríður
Þorvaldsdóttir, hafa allar
langa reynslu af því að
kenna útlendingum ís-
lensku við Háskóla ís-
lands.
150 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1919-4
Leiðb.verð: 3.990 kr.
161