Bænavikan - 04.11.1972, Side 6
okkar nánustu fjölskyldu munu taka eftir, að eitthvað dásam-
legt hefur gerzt með okkur.
„Við þurfum að helgast af hinum Heilaga Anda sérhverja
stund dagsins, til þess að við lendum ekki í snöru óvinarins
og sálum okkar sé stefnt í hættu.“
Andinn og bænalíf okkar
Heilagur Andi rækir þýðingarmikinn þátt í bænalífi okkar.
Þetta hlutverk er lífsnauðsynlegt mikilvægi til þess að við
getum höndlað þann andlega þroska, sem við þráum og Guð
vill okkur til handa. „Heilagur Andi hjálpar oss við dagleg
vandamál vor í bænalífi voru. Vér vitum jafnvel eigi, hvers
vér ættum að biðja, né, hvernig vér ættum að biðja; en hinn
Heilagi Andi biður fyrir oss af slíkri tilfinningu, að slíkt
verður eigi í orðum tjáð. Og Faðirinn, sem þekkir öll hjörtu,
skilur auðvitað, hvað Andinn er að segja, er hann þrábiður
fyrir vora hönd í samræmi við Guðs eigin vilja.“
Ef til vill hafa þær stundir komið, þegar þú varst þreyttur,
þegar þú reyndist andlega dapur, þegar uppreisnarandi gróf ef
til vill um sig í hjarta þínu. Þú varst ekki í skapi til að biðja.
Ef til vill var það af skyldubundinni vanaskynjun að þú kraupst
á kné og reyndir að biðja. En þarna, flatur frammi fyrir Drottni,
varð stríð þitt undarlega að engu. Ljúfur friður yfirskyggði
þig. Þú fannst, að þú sjálfur og Skapari þinn voru eitt. Þetta
var verk Heilags Anda, sem undirbjó þig til að tala við Guð.
Svo, þegar haltrandi, stuldrandi orðin liðu þér af vörum,
tók Heilagur Andi þau og þýddi þau á tungumál himinsins.
Þannig „hjálpar Heilagur Andi í daglegum vandamálum okkar
og bænagjörð.“ Hversu dásamleg reynsla — hinn kraftþrungni
Andi Guðs að verki í lífi okkar!
Andinn og trúin
Eitt mestu vandamála minna sem kristins manns var að
vera viss um að Guð hefði virkilega fyrirgefið syndir mínar.
Skuggaleg mistök mín frá liðnum tíma ruddust stöðugt inn
á friðarsvið vitundar minnar. Þá var það dag nokkurn, að
guðhræddur biblíukennari minn las mér þessi innblásnu orð:
„Þú hefur játað syndir þínar og í hjarta þínu vikið þeim á burt.
4